Bein kosning borgartjóra á 21. öld

Ég skrifaði eftirfarandi á Deiglunni í febrúar: 

Kjarni umræðunnar ætti vitaskuld að vera hin tíðu borgarstjóraskipti á undanförnum árum og slæmar afleiðingar þeirra fyrir hag borgarinnar. Í umræðunni hefur hins vegar lítið farið fyrir hugmyndum að lausnum. Að mínu mati ættu Reykvíkingar að eiga þess kost að kjósa sér leiðtoga þvert á flokkspólitík. Slíkt gæti tryggt meiri stöðugleika embættisins en það virðist nauðsynlegt á nýjum tímum stjórnmála höfuðborgarinnar. [...] Tíð borgarstjóraskipti vinstrimanna á umliðnum árum undirstrika þetta (Ingibjörg – Þórólfur – Steinunn – Dagur). Það er kominn tími til að þessum útskiptingum linni og að embætti borgarstjóra öðlist aftur sinn fyrri virðuleika. Til þess að svo verði má þetta embætti ekki verða sífellt bitbein kosningabandalaga og hrossakaupa milli flokka.

Nú má bæta við Ólafi F. og hugsanlega Vilhjálmi seinna á kjörtímabilinu. Treystum kjósendum í Reykjavík fyrir vali á þeirra eigin borgarstjóra.


mbl.is Aldarafmæli embættis borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það þarf að ganga lengra.Burt með flokkana úr borgarstjórn.Borgarstjórn á að vera í höndum fulltrúa hverfanna og þeirra hagsmunasamtaka sem málið kemur við s.s kaupmannasamtökin,eldri borgarar osvfr.Flokkarnir eru allir búnir að dæma sig til dauða.

Haraldur Davíðsson, 6.5.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Ekki sammála þér. Fólk í hverfissamtökum osfrv er ekki hópur óhaðra aðila. Heldur er þar fólk með pólitískar skoðanir. Flokkakerfið er það besta til að lýsa afstöðu frambjóðenda. Þótt kjósandi hafi ekki tíma til að kynna sér hvern einasta frambjóðenda, þá getur hann kosið þann flokk sem hann er oft sammála. Og hvernig geta fulltrúar hverfissamtaka verið fulltrúar allra kjósenda? Þótt einstakir borgarfulltrúar hafa gert mistök þá eru flokkarnir ekki búnir að dæma sig til dauða.

Reynir Jóhannesson, 6.5.2008 kl. 14:13

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Skoðaðu London þar sem menn hafa gert þetta ágætlega. Hverfin eru mörg,stór og hafa mismunandi þarfir.Flokkarnir snúast á endanum bara um sjálfa sig og þeir ERU B'UNIR AÐ DÆMA SIG TIL DAUÐA,þeir þora ekki einu sinni að hafa niðurstöðu kosninga bindandi!!! Þá ætti líka að vera hægt að reka þá. Allt sem undanfarið hefur gengið á í borgarmálunum kalla ég mér til vitnis.

Haraldur Davíðsson, 6.5.2008 kl. 14:22

4 identicon

Hei Reynir! Hva er det dere holder på med der oppe på øya?

Var innom Keflavik en tur i april, og en Viking-pils kostet jo 600 kroner eller noe slikt :) Leste i NA24.no at dere nå får nødhjelp av Norge, Sverige og Danmark.

Du får komme hjem til Norge nå mens du kan, før økonomien deres kollapser helt.

Blir det tur i sommer?

Martin Grøttland (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband