"Það verður að skoða réttarstöðu hvers og eins sem kemur hingað"

Það er nú bara sanngjarnt að taka það fram í fréttaflutningi að ráðherrar fá ekki öll mál inn á sitt borð. En rétt er eins og Björn segir sjálfur í þessu viðtali á Mbl.is að:

 

Það verður að skoða réttarstöðu hvers og eins sem kemur hingað og það er tekin afstaða til hennar og farið yfir málin og komist að niðurstöðu.

 

Hins vegar þegar málsmeðferðin er skoðuð í máli Paul Ramses er ekki hægt að sjá að það hafi verið skoðað eins og maður hefði ætlast til. Ekki var tekin afstaða til umsóknarinnar heldur reynt að færa málið aftur til Ítalíu.

 

Björn Bjarnason hefur ekki verið þekktur fyrir afstöðu- eða aðgerðaleysi. Því munum við vonandi á næstu dögum verða upplýst um afgreiðslu ráðherra í þessu máli.


mbl.is Ráðherra ókunnugt um málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband