Ekki stjórnarskrárbrot ef um „topp" mann er að ræða

Með ráðningu seðlabankastjóra hefur verið framið stjórnarskrárbrot að mati Sigurðar Líndal lagaprófessors samanber viðtal við hann í Fréttablaðinu í dag. Þar kemur fram að stjórnarskrá íslenska lýðveldisins bannar skipun embættismanna hér á landi sem ekki eru með íslenskan ríkisborgararétt.

Aðspurð í fréttatíma RÚV nú í kvöld sagði forsætisráðherra að þessi skipan væri réttmæt þar sem um „topp" mann væri að ræða. Í fréttum hefur einnig komið fram að þessi Norðmaður er rótgróinn flokksmaður í norska Verkamannaflokknum og var meðal annars aðstoðarfjármálaráðherra þess flokks um skeið. Það að Jens Stoltenberg, flokksbróðir nýja seðlabankastjóra Íslands, skyldi gera sér ferð og heimsækja hann í seðlabankann í dag undirstrikar vitaskuld hversu ópólitískur maðurinn hlýtur að vera, eða hvað?

Í þessu máli eru fagleg sjónarmið alls ráðandi eins og í öðrum ráðningum þessarar ríkisstjórnar til opinberra starfa. Til dæmis vekur hin faglega skipan Svarars Gestssonar, sendiherra og fyrrv. formanns Alþýðubandalagsins, sem formanns samninganefndar um IceSave-reikningana sérstaka athygli. Þótt Steingrímur hafi ekki verið spurður út í þessa skipan sérstaklega þá er hér örugglega líka um „topp" mann að ræða. Að vísu kom fram hjá fjármálaráðherra í kvöldfréttum í gær að hann væri miður sín yfir því að Svavar skuli ekki vera kona, enda komast fáar konur að þegar fjármálaráðherra er í ráðningarham.


mbl.is Þarf að skoða málið betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Já svo á líka að túlka stjórnarskrána eftir hentisemi og hún á alveg klárlega ekki við um konur og vinstri menn nema í sérstökum tilvikum!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 27.2.2009 kl. 21:16

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Já mér þótti þetta ótrúleg tilsvör hjá forsætisráðherra. Hún talaði um að menn myndu átta sig á þessu þegar frá liði eða eitthvað svoleiðis... Ekki ætla ég að efast um hæfi þessa manns. En það réttlætir ekki að farið sé á sveig við stjórnarskránna.

Ég ætla bara rétt að vona að menn muni aldrei 'átta sig á því' að það borgi sig að hundsa stjórnarskránna, sama hvaða tilgangi það á að þjóna. 

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.2.2009 kl. 21:22

3 identicon

Ja, men det er ju bare bra, ikke sandt?

Þetta lýsir nú bara í hnotskurn vanhæfni Jóhonnu Sigurðar til að takast á við þetta embætti sem forsætistýra! Kerlingin er nánast að fara á taugum! Búin að fá á sig dóm sem ráðherra vegna brota á lögum um opinbera starfsmenn og svo bætist þetta stjórnarskrárbrot við! Þessi stjórnarómynd sem nú situr hefur afrekað það eitt á þessum mánuði sem liðinn er frá uppreisninni að koma í gegn einu stjórnarfrumvarpi, sem var það mikilvægt að allt annað var látið reka á reiðanum á meðan var verið að berja á Framsóknar-dulunum að afgreiða frumvarpið úr Viðskiptanefnd til þess eins að losna við DO úr Seðlabankanum. Maður skildi ætla að nú gæfist minnihlutastjórninni loksins svigrúm til þess að vinna að þeim málum sem DO hefur staðið í vegi fyrir fram til þessa, þannig að það hljóta að verða viðburðardagar framundan á þinginu, loksin tækifæri til að koma í gegn þeim málum sem beðið hafa betra veðurs!

Nema þetta sé bara allt saman samsæri Norðmanna til að ná yfirráðum á Íslandi? Hver var fyrsti gestur nýja Seðlabankastjórans? Hvað sagði sá ágæti maður í viðtali við fjölmiðla í dag? Jú, Stoltur-bergur, sagðist hafa droppað inn til að fræðast um stöðu mála í efnahagsmálum á Íslandi, ekki síst þar sem Norsarar hefðu lánað einhverjar millur hingað s.l. haust, þannig að hann vilidi bara ganga úr skugga um að það væru aurar til staðar í hirslunum til að endurgreiða! þetta er náttúrulega hneyksli, hvort sem um stjórnarskrárbrot er að ræða eða ekki,  það að við þessi auma þjóð (þ.e.a.s. auma forsætistýra) skuli voga sér að bjóða okkur uppá svona bull, að ráða útlending í embættið! Ég veit ekki betur en við eigum fullt að vel menntuðum hagfræðingum með margra ára reynslu í störfum fyrir alþjóðastofnanir og margir hverjir margrómaðir fyrir störf sín þar! Nei, heldur skal leyta til þeirra sem hvað oftast hafa djöflast á okkur í gegnum tíðina og ráða fyrrum aðstoðarfjármálaráðherra norska verkamannaflokksins!  Ég segi bara ,,vel-be-kom'' ! Ég get alveg fluttst til Norge eða eitthvað annað án aðstoðar Jóhönnu og hennar samfylkingarskaula og heldur vil ég gera það en að verða vitni að því að Ísland verði tekið yfir og innlimað í Norge!

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 21:54

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þegar stjórnmálamenn tala um að það þurfi að breyta stjórnarskránni eða víkja henni til hliðar útaf því að það eru svo miklir neyðartímar, þá markar það endalok lýðræðis.

Menn geta slegið því upp og sagt þetta vera oftúlkun og það gerist aldrei svoleiðis á Íslandi. en við höfum mímörg dæmi frá löndum þar sem slíkt átti aldrei að gerast. 

Fannar frá Rifi, 27.2.2009 kl. 22:27

5 identicon

Elías. Áður en þú flytur til Noregs ættirðu kannski að nýta þér læknisþjónustu okkar Íslendinga og fá einhvern til að skrifa upp á róandi fyrir þig . Ekki illa meint en "uppreisninni"??? Ég fæ ekki betur séð en að þú sért að fara á taugum.

k (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 22:33

6 identicon

Ein af forsendum þess að hér sé réttarríki er að ekki sé hægt að velja og hafna þau lögum sem menn vilja fylgja. Ég held að það séu nokkrir gaurar á hrauninum sem myndu vilja velja og hafna.

Jóhanna telur sig ekkert hafa gert rangt þegar hún var dæmd fyrir bort á stjórnsýslulögum og nú telur hún að hliðra megi ákvæðum stjórnarskrárinnar til þess að þjóna eigin hagsmunum. Jóhanna er klárlega óhæf sem forsætisráðherra.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 23:06

7 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Þakka ykkur fyrir ágætis athugasemdir.

Reynir Jóhannesson, 28.2.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband