Leiðinda vinnubrögð vinstristjórnar

Það er ekkert samkomulag í höfn við Vinstri hreyfinguna grænt framboð um Evrópusambandsaðild. „Fyrsta verk í stjórnarmyndunarviðræðum, fáum við til þess styrk, verður hins vegar að ræða það mál,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar á Stöð 2. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG sagði í sama þætti; „Við teljum ekki hægt að ganga í ESB og hingað til höfum við verið talin stefnufastur flokkur.“
 

Ég gefst upp á þessu liði... þetta ætlar engan endi að taka hjá þeim. Það á greinilega ekki að gefa kjósendum skýr svör heldur á að ræða málin EFTIR kosningar?!?! Hvernig ætli þetta lið væri ef það væri í stjórnarandstöðuhlutverkinu í dag?


mbl.is Ekkert samkomulag um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála!

Guð gefi að gömlu góðu dagarnir komi aftur, þar sem lygarnar koma aldrei upp á yfirborðið og maður getur áhyggjulaust grillað á kvöldin.

Steinn Magnússon (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:23

2 identicon

Steingrímur stóð sig best í kvöld. Hann ber ekki ábyrgð á mistökum síðustu ára, en hefur hófsamar lausnir á framhaldinu. Gefum honum séns núna!

Dabbi (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:35

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ekki halda því fram að Steingrímur sé lyginn eða að hann standi ekki við yfirlýsingar sínar - það er ekki rétt -

hann man bara í svo stuttan tíma hvaða skoðun hann hafði - það er allt annað.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.4.2009 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband