Þar sem Brown er í stuði...

... væri hann kannski til í að biðjast afsökunar á því sem Bretar gerðu Íslandi s.l. haust? Hér biðst hann afsökunar á hundamata- og ljósaperukaupum breskra stjórnmálamanna. Þessir sömu menn réðust á heilt hagkerfi vinaríkis. Hvað ætli við hefðum getað keypt margar ljósaperur og mörg kíló af hundafóðri fyrir þann pening sem tapaðist vegna aðgerða Breta gagnvart okkur?

Mbl.is: Upplýsingunum var lekið til breska blaðsins Daily Telegraph, sem hefur síðustu daga birt tölur um kostnaðargreiðslur einstaka ráðherra. Meðal þess sem þingmenn hafa skráð sem kostnað eru hundamatur, nýjar ljósaperur, innréttingar í sumarbústað og viðgerðir á pípulögnum á tennisvelli sem tilheyrir sveitasetri.

Jafnframt mætti Brown íhuga að biðjast afsökunar á ummælum sínum um daginn! Ætli þessi maður nái endurkjöri í næstu kosningu?


mbl.is Brown biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Held hann hafi sigrað stærri sigur en að ná endurkjöri með því að biðjast afsökunar. Stærsti sigurinn er að viðurkenna veikleika og sjá bjálkann í sínu eigin auga en ekki einblína á flísina í auga náungans með endalausum hroka. Kanski heimurinn eigi von! Nú lærir hann kanski að einhverju leyti hvað auðmýkt er sterkt afl í okkar lífi. Nefni Nenlson Mandela sem dæmi um mjög góðann árangur í því.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2009 kl. 13:55

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Anna Sigríður: Ekki misskilja mig. Ég er bara að segja það að hann ætti einnig að geta beðist afsökunar á því að hafa til dæmis beitt hryðjuverkalögum gegn íslendingum o.s.frv.

Reynir Jóhannesson, 11.5.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband