Neyslustýring stjórnmálamanna

http://www.bristol.indymedia.org/attachments/feb2007/us_control_internet.jpgÉg hef enga trú á neyslustýringu stjórnmálamanna. Hins vegar er margt sem bendir til þess að íslenska skattkerfið verði því miður notað í þeim tilgangi að stýra neyslu almennings. Opinber gjöld á „óhollustu“ verða hækkuð með þeim rökum að verið sé að „vernda almenning“. Á vef Heilbrigðisráðuneytisins segir Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra:

Ástæða er til að grípa til varnaraðgerða til að bæta tannheilsu barna og unglinga, segir heilbrigðisráðherra. (...) Öll þessi mál verðum við að skoða í heild, neyslumynstur, neyslustýringuna og áhrifin á tannheilsu barnanna. Tannheilsa þeirra verður tannheilsa allra Íslendinga, og hún mótast í framtíðinni af því sem við gerum í dag,” segir heilbrigðisráðherra.

Ég get samt verið sammála einu. Rétt er að „efla og samræma lýðheilsustarf í landinu, efla kennslu og rannsóknir á sviði lýðheilsu, vinna að lýðheilsuverkefnum á eigin vegum og í samvinnu við aðra sem og að byggja upp þekkingasetur allra landsmanna, fagfólks jafnt sem almennings, á þessu sviði.“ Fræðsla getur haft góð áhrif og getur ríkið sparað mikla fjármuni með því að bæta til dæmis tannheilsu barna.

Vonandi mun heilbrigðisráðherra forðast skattaleiðina í sinni neyslustýringu. Hversu hátt ætli maður þurfi annars að hækka verðið á kók og snickers til að fólk hætti að kaupa vöruna? Og þegar það virkar... þýðir það að fólk sé að hugsa um heilsu sína eða hefur það kannski bara fundið ódýrari „óhollustu“? Verður kók og snickers þá lúxusvara auðmanna? :-/

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ósammála: www.sveinnbirkir.wordpress.com

Sveinn Birkir Björnsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband