Næst á dagskrá: skuldamál heimilanna!

Stjórnvöld vilja draga úr vægi verðtryggingar, sem er hið besta mál. En ríkisstjórnaflokkarnir hefðu heldur betur átt að ganga í þessa umræðu fyrr á árinu. Mig minnir nú að einhverjir (VG?) hafi slegið upp þeirri hugmynd að setja þak á verðtryggingu, alla vega tímabundið. Hvað varð af þeirri umræðu? Stjórnmálamenn okkar geta vel og lengi hugsað út leiðir til að draga úr vægi verðtryggingar en hvað gerum við ef gengið fellur aftur á þessum umhugsunartíma þeirra? Hvernig hjálpar það endurreisninni á Íslandi að heimilin taka á sig 20-30% hækkun á höfuðstól... aftur?!

Það þarf að koma stýrivöxtum niður og færa íslensku þjóðina yfir í óverðtryggð íslensk lán. Þá fyrst munu til dæmis þessir blessuðu stýrivextir virka. Þegar flestir voru komnir með erlend eða verðtryggð lán á föstum vöxtum skipti voða litlu fyrir fólk almennt hvaða ákvörðun seðlabankinn tók í vaxtamálum.

Verðtryggingin mun annars valda því að ungt fólk mun flýja þetta íslenska kerfi sem finnst hvergi annars staðar í heiminum. Samhliða endalausri hækkun á höfuðstól verður eignamyndun neikvæð á komandi árum líkt og nú. En loksins erum við komin að þessum dagskrárlið kreppunnar: skuldamál heimilanna!

Ekki seinna vænna!


mbl.is Ræða minnkað vægi verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Allar forsendur þessara verðtryggðu húsnæðislána eru brostnar.

Að eiga við bankana í dag er eins og að eiga við okurlána-handrukkara. Fólk borgar og borgar af lánunum sínum og þau hækka bara. Og ef þú getur ekki borgað lengur er húsnæðið hirt og þú situr uppi með skuldina enn.

Skammarlegt.

ThoR-E, 16.9.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband