Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Úr Búsáhaldabyltingu í Bústjórabyltingu

Ríkisstjórnin ætlaði að mynda skjaldborg um heimilin en gleymdu að segja okkur frá því að sú skjaldborg var samansett af stórum hópi bústjóra. Bústjórahugmyndin er by the way hugmynd Jóhönnu og aðstoðarmanna hennar.

Næsta bylting verður því kannski Bústjórabylting en ekki Búsáhaldabylting. Kannski mun fólk fá nóg af þessum bústjórum og vilja koma þeim út úr heimilisbókhaldinu?


mbl.is Stefnir í næturfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Hörður Torfa?

Hvar er Hörður Torfa og mótmælin núna? Þessi ríkisstjórn situr aðgerðalaus, seðlabankastjórinn situr aðgerðalaus.... og öllum er alveg sama? Voru mótmælin bara skipulögð svo VG kæmist í ríkisstjórn eða var í alvöru verið að mótmæla "ástandinu"? Því ekkert hefur breyst hvað "ástandið" varðar...
mbl.is Krónan veikst með nýrri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárframlög til stjórnmálaflokka

Á undanförnum dögum hafa fjölmiðlar notið þess að fjalla ítarlega um fjármál Sjálfstæðisflokksins og hefur flokkurinn opnað bókhald sitt í framhaldinu. Ég fagna þessari ákvörðun.

Við eigum öll rétt á því að vita hvort flokkarnir séu fjármagnaðir á eðlilegum forsendum og samkvæmt þeim leikreglum sem samfélagið hefur sett með lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Mín skoðun hefur ávallt verið sú að hver sem er, einstaklingur eða fyrirtæki, megi veita stjórnmálaflokki styrk. Hámarksupphæð á Íslandi er nú kr. 300.000 en á móti fá stjórnmálaflokkar sem nú eru við völd aukin framlög frá ríkinu.

Að mínu mati ber að leyfa öll fjárframlög til stjórnmálaflokka en skal þá ströng upplýsingaskylda fylgja fyrir framlög yfir t.d. kr. 300.000. Í okkar lýðræðisþjóðfélagi er varla þörf á leynd í tengslum við há fjárframlög til stjórnmálaflokka. Slík leynd leiðir einungis af sér aukna tortryggni í garð stjórnmála. Rétt er að Sjálfstæðisflokkurinn tók við of háum fjárframlögum við árslok ársins 2006. Um þetta deilum við ekki.

Á Íslandi taka stjórnmálaflokkar við afar háum ríkisstyrkjum sem fáir virðast vilja tala um í þeirri umræðu sem á sér stað í þjóðfélaginu nú á dögum. Skattgreiðendur greiða með þessu kerfi mörg hundruð milljónir króna til stjórnmálaflokkanna. Milljónirnar fara til þeirra flokka sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið a.m.k. 2,5% atkvæða í alþingiskosningum. Úthlutun styrkja fer eftir fjölda atkvæða.

Ég geri athugasemd við að þeir flokkar sem eiga sæti á Alþingi úthluti sjálfum sér slíkar fjárhæðir af skattfé en halda svo bókhaldi sínu leyndu og tek undir með formanni SUS sem sagði í tilkynningu í gær: „Ungir sjálfstæðismenn hafa talað fyrir því, og samþykkt m.a. á þingi okkar í Vestmannaeyjum sl. haust, að fjárframlög fyrirtækja til stjórnmálaflokka þurfi að vera opinber. Slíkt gagnsæi tryggir að kjósendur viti hvaða hagsmunatengsl eru til staðar hjá flokkunum og kemur í veg fyrir að flokkar taki við ofurframlögum."

Þjóðin fjármagnar íslensku stjórnmálaflokkana að miklu leyti og ber því öllum flokkum að opna bókhald sitt. Ef stjórnmálaflokki þykir slík krafa ósanngjörn er honum velkomið að endurgreiða skattgreiðendum sitt framlag.

Deiglan.com, 11. apríl 2009.


mbl.is Flokkarnir skulda hálfan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnihluta Alþingis mótmælt

Visir.is: "Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í dag og fram á kvöld þar sem mótmæla á málþófi og andstöðu Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi um stjórnlagaþing. Heiða B. Heiðarsdóttir ætlar að taka þátt í mótmælunum og bendir á að 70% þjóðarinnar vilji fá stjórnlagaþing og krafan um nýja stjórnarskrá sé hávær. Heiða tilheyrir Borgarahreyfingunni sem setur markið hátt í komandi þingkosningum."

Þetta er ekkert smá fyndið. Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta á Alþingi og ekki lengur í ríkisstjórn. Kosningar eftir 22 daga!!! Samt eru menn ennþá að mótmæla Sjálfstæðisflokknum? Á meðan situr minnihlutastjórn vinstrimanna á sínum stað í sama gamla aðgerðaleysinu. Ætlar engin að mótmæla aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar? Eða eru þessi mótmæli bara auglýsingabrella í þeim tilgangi að safna atkvæðum?

Óþolandi þegar fólk notar frasa eins og t.d. "þjóðin vill" eða "X % af þjóðinni vill". Af hverju á ekki bara að leggja þessi mál í dóm kjósenda? 3 vikur í kosningar. Í kosningum fá stjórnmálamenn (og flokkar) að vita "hvað þjóðin vill".


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband