Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Quality, not quantity!

Svipuð samþjöppun á sér stað t.d. á blogginu líka, það eru gæðin á þessum 10% virkustu / vinsælustu sem skiptir máli.

- Á Íslandi fara flestir inn á Mbl.is og Visir.is til að lesa fréttir á netinu. Færri fara á Eyjan.is, Pressan.is o.s.frv.

- Hversu margir einstaklingar skrifa til dæmis efni í dagblöðin á Íslandi samanborið við fjölda lesenda dagblaðanna(=notendur)? Kæmi mér ekki á óvart ef það er undir 10%.


mbl.is Er Twitter-bólan sprungin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndband: Mótmæli á Austurvelli

Sjá hér: http://qik.com/video/1836493


mbl.is Skriflegt samkomulag í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skatttekjur Breta í Icesave-málinu

Hvernig var þetta aftur með skattlagningu á Icesave? Ekki voru Bretar að kvarta þegar þeir fengu tekjur vegna Icesave. Bretar innheimtu skattana tengda Icesave reikningunum... bera þeir samt enga ábyrgð? Eins og Icesave samningurinn er núna þá er Ísland að taka ansi mikið á sig með okurvöxtum.

Ættu Bretar að minnsta kosti ekki að draga frá þær tekjur sem breska ríkið innheimti í tengslum við Icesave? Auðvitað allt á 5,5% vöxtum.


mbl.is Margir skrá sig gegn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum saman!

Alveg rétt hjá Vilhjálmi Egils. Nú þurfum við að standa saman, standa saman GEGN þessum samningi. Mótmælum samningsskilyrðum, neitum að borga og sendum jafnvel sendiherra Breta heim. Ég hef fengið nóg!
mbl.is „Allir þurfa að standa saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur Breta í Icesave-málinu

Var það ekki Steingrímur Joð sem sagði að niðurstaðan í Icesave málinu yrði ásættanleg? Af hverju erum við Íslendingar ekki að fagna eins og Bretar?
mbl.is Bretar fagna Icesave-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bækur á undan skýrslum

Þær eru farnar að vera margar bækurnar um bankahrunið. En ekkert sést í alvöru aðgerðir stjórnvalda. Ríkisstjórnin ætti kannski að ráða til sín nokkra rithöfunda, þá kæmist kannski eitthvað í verk.

Það gengur svo hægt hjá þessari ríkisstjórn að það mætti skýra hana Hina Norrænu Sniglastjórn.


mbl.is Davíð lét AGS heyra það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband