Brennandi heitt í Reykjavík

austurstræti

"Enginn hefur verið fluttur á bráðamóttöku Landspítalans vegna reykeitrunar vegna eldsvoða í húsum í Austurstræti og Lækjargötu. Um 70 slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn og fékk Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins aðstoð frá slökkviliði Reykjanesbæjar. Ekki er vitað um upptök eldsins. Reykur frá húsunum sem brenna nær allt að stúdentagörðum Háskóla Íslands." 

Já, loksins lætur sólin sjá sig og þá kviknar í borginni. Þetta er alveg svakalegt. Vonandi verða þessi mál á borði borgarstjórnar til afgreiðslu sem fyrst, núna fyrir sumarið. Ferðamenn fara fjölgandi í hverri viku og þannig séð er það mikilvægt að vera með hreina og fallega borg. Mikilvægt fyrir bæði ferðamannaiðnaðinn og okkur Íslendinga. Frekar sorglegt að missa þessi hús, enda er þetta hluti af hjarta höfuðborgarinnar. En það verður vonandi farið beint í uppbyggingu, þökkum fyrir að engin kom til skaða af þessu og að tapið er einungis eignartjón.


mbl.is Þök rifin af brennandi húsum - gaskútageymslur í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband