Hvað mun þetta kosta?

norðmenn kortÉg skil ekki hvernig Norðmenn, með þessum samningi, eru að vernda sjálfstæði Íslendinga. Það er nú einmitt þannig að á friðartímum er varla þörf fyrir slíkri hernaðarlegri vernd. Í fréttagreininni á mbl.is er sagt frá því að: "Norsk stjórnvöld hafi undirstrikað, að samkomulagið megi ekki túlka með neinum hætti þannig að Norðmenn axli ábyrgð á vörnum Íslands komi til hernaðar heldur hafi Bandaríkin og NATO eftir sem áður þá ábyrgð." Nato og Bna bera einmitt ábyrgðina hvað varðar fullveldisvernd Íslendinga. Þannig séð er einfaldlega rangt að segja að Norðmenn vilja með þessu vernda íslenskt sjálfstæði eða fullveldi.

En það virðist nú ekki vera hægt að gera mikið núna, þar sem þeir virðast vera komnir með drög að samningi og eru að fara skrifa undir. Það sem ég vill þá fá að vita er hvað þetta mun kosta íslenskum skattgreiðendum. Það væri gaman ef íslenskir fjölmiðlar mundu reyna finna út úr því fyrir okkur. Það getur ekki verið að Norðmenn ætla sér að gefa Íslendingum þessa "flottu fullveldisvernd" ókeypis?! Norski herinn á nú þegar erfitt með að fjármagna sína starfsemi og get ég ekki séð hvernig þeir ætlast til að fjármagna þessar aðgerðir sjálfir.

Mín skoðun er sú að við eigum að dýpka samstarf okkar við nágrannaþjóðir á sviði varnar- ogíslenskt varðskip 2009 öryggismála. En það á að vera á borði landhelgisgæslunnar þegar kemur að þátttöku Íslendinga. Við eigum að efla okkar eigin landhelgisgæslu til að ávallt geta boðið íslenskum skattgreiðendum(þeir sem borga reikninginn) upp á góðu þjónustu á sviði varnar- og öryggis. Ekkert mál að gera samkomulag um sameiginlega þjálfun og auknu samstarfi um björgunarmál.

Hvar eru svo þeir sem mótmæltu viðveru Bandaríkjamanna á Miðnesheiðinni? Af hverju er þessu ekki mótmælt? Eru þeir ekki alvöru herstöðvaandstæðingar?


mbl.is Samstarf við Norðmenn um öryggismál gildir aðeins á friðartímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband