Stjórn Sjálfstæðisflokksins

428471AÞað eru nú frekar margir sem vilja sjá Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna í ríkisstjórn. Ég er sammála því að rétt var að láta Framsóknarmenn fara frá og að þessi nýja stjórn geti verið nokkuð áhugaverð.

Kjósendur hafa gefið stjórnmálamönnum þjóðarinnar mjög skýr skilaboð með atkvæðum sínum 12.maí sl. En ég vona að Geir gefi ekkert eftir. Sjálfstæðismenn eru sigurvegarar þessara Alþingiskosninga og Samfylkingin tapaði þingmönnum. Kjósendur vilja sjá nýja ríkisstjórn en þá vel merkta Sjálfstæðisflokknum.
mbl.is Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þetta verður gríðalega sterk stjórn sem getur farið í erfið mál

Tómas Þóroddsson, 17.5.2007 kl. 21:31

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Já, ég get verið sammála því. Alla vega er ekki skortur á umboði. 63,4% er nú bara nokkuð gott! :) En hvernig ætli kosningabaráttan verði næst? Ekki getur Samfylkingin ráðist á Sjálfstæðisflokkinn....?

Reynir Jóhannesson, 17.5.2007 kl. 22:00

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Öll árin sem Framsókn var með Sjálfstæðisflokki skyldi Framsókn milli sín og Sjálfstæðisflokks skömmu fyrir kosningar með ágreiningsefnum og stundum all harðri gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn, svo Sjálfstæðisflokkurinn er allveganna vanur því að umbera og virða að samstarfsflokkurinn verði að gera það til að draga skýrt fram sín mál. - Þetta tókst líklega best hjá Framsókn 2003. 

Annars verður þessi stjórn á meiri jafningjagrunni en fyrri stjórnir með Sjálfstæðisflokki, því langt í frá hafa þær verið það þó svo ráðherrum hefi verið jafnt skipt.

Helgi Jóhann Hauksson, 17.5.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband