Barack Obama

Það hefur verið mikið fjör að fylgjast með kosningunum í sjónvarpinu, bæði RÚV og Stöð2. En nú er alveg öruggt að Obama fær fjögur ár í Hvíta Húsinu. Stórsigur Demókrata á öllum vígstöðum.

Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu á næstu mánuðum... hvaða fólk fær ráðherraembætti í stjórn Obama, hvernig mun hann afgreiða stríðsmál þjóðarinnar og þá sérstaklega Írak... osfrv. osfrv.


mbl.is Obama krýndur á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Change! Change!

Ups, how, what, when???

I change my mind!

Hætt er við að miklar breytingar verði erfiðar. Obama er meira að segja vinstra megin í sínum flokki og það er vissulega fróðlegt að vita hverju hann kemur fram, hvaða málamiðlanir hann mun gera og hvaða breytingar muni falla fólkinu í geð. Ekki má gleyma að nú kreppir að í efnahagslífinu og það hlýtur að minnka svigrúm forsetans til stækkunar velferðarkerfisins. Nema hann fari út í sama vítahring og Rosevelt (sumt er líkt með aðstæðunum sem sá demókrati var kosinn í og nú) og hækki skatta. Voru ekki sumir skattar komnir upp í 80% í forsetatíð hans. Það er hvorki líklegt til vinsælda né árangurs.

Ég er spenntur að sjá hverju hann mun breyta og hvort hann verði svo minntur á loforð sín í næstu kosningabaráttu.

11. boðorð stjórnmálamanna ætti að vera: Lofaðu ekki einhverju sem þú getur ekki staðið við! Hafðu þig frekar hægann!

Örvar Már Marteinsson, 5.11.2008 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband