Átti ekki ESB að bjarga Íslandi?

Ég varð fyrir verulegum vonbrigðum eftir þennan blaðamannafund. Ekki kom fram skýr aðgerðaáætlun og niðurstöðu flokkanna um ESB var hvergi að sjá. Og hvað voru fjölmiðlamenn okkar að hugsa þegar þeir lögðu fram sínar spurningar? Hvers vegna spurði engin um ESB eða af hverju það væri allt í einu ekki til umræðu?

Ég skil að það er ánægjulegt að kynjahlutfall í ríkisstjórn sé nú jafnt og að kona tekur við forsætisráðuneytinu. Hins vegar tel ég að það hafi verið óþarft að eyða stærsta hluta blaðamannafundar í að fagna þeim áfanga. "Þjóðin" bíður eftir lausnum, en því miður virðist þessi ríkisstjórn ekki standa undir þeim ofvöxnu væntingum sem hlaðast hafa upp undanfarna daga. Kemur svo sem ekki á óvart.

Engin skýr svör voru að fá í tengslum við hugsanlega inngöngu í ESB, skuldsetningu fyrirtækja og einstaklinga o.s.frv. 


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

ESB = EkkertSamiðíBili

Enda bull að eyða tíma í svoleiðis pælingar næstu daga. 

Kristján Logason, 1.2.2009 kl. 17:17

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

En var ég að misskilja eitthvað? Ætlaði ekki Samfylkingin að bjarga Íslandi með því að koma okkur inn í ESB? Átti ESB ekki að vera lausnin?

Reynir Jóhannesson, 1.2.2009 kl. 17:36

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Menn hafa ákveðið að geyma að velta fyrir sér hvar og á hverskonar grunni á að byggja þar til síðastí. Hræðsluáróðursmenn hafa hrakið þá sem töldu vitlegra að byrja á grunninum og að velja nýtt bæjarstæði í góðu skjóli, aftur ofna í holur sínar.

- Enda vita allir að best er að byggja aftur í farvegi hamfarflóðsins og biðja til Guðs um að langt sé í næsta hamfaraflóð.

 - Menn hreinlega vilja ekki byggja á traustum grunni og í góðu skjóli, heldur láta leigðar og vel borgaðar málpípur hvalveiðmannsins mikla (Kristjáns Loftssonar/ Ahab skipstjóri) aftur leiða þjóðarskútuna til glötunar til að skipstjórinn geti elt draumahvalinn sinn algerlega hugstola og sama um allt annað, bæði áhöfn og skip, sem jú fyrirsjáanlega stefnir til glötunar. Því enginn hugar að framtíðinni af alvöru.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.2.2009 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband