Seðlabankamálið og samningatækni

Beyond reasonNú er ég nemi í alþjóðasamskiptum við HÍ þar sem við lærum meðal annars samningatækni. Hvers konar hegðun er viðeigandi til að hámarka árangur í viðræðum?

Meðal annars er þar farið yfir hugsanlegar afleiðingar óviðeigandi "yfirlýsinga". Hér er alveg ljóst að ný ríkisstjórn hefur með sínum yfirlýsingum og hegðun ekki staðið í "viðræðum". Heldur gert allt brjálað... sem er samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga í samningatækni einmitt það sem á ekki að gera. Til dæmis að senda seðlabankastjórum bréf og fara með það beint í fjölmiðla? Hvaða rugl var það?

Ríkisstjórnin hefur klúðrað þessu seðlabankamáli... ég er ekki með þessu að segja að seðlabankinn hafi gert allt rétt. Hins vegar er það á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að beita réttum aðferðum. Ég legg til að allt þetta fólk sem tengist seðlabankamálinu lesi eftirfarandi bók og geri sér grein fyrir mikilvægi tilfinninga í samningaviðræðum: Beyond reason (ódýr.. einungis kr. 1.980 hjá Bóksölu stúdenta í Háskóla Íslands)


mbl.is Furðar sig á vinnubrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

árinni kennir illur ræðari

Jón Snæbjörnsson, 24.2.2009 kl. 15:47

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Það skiptir máli hvernig menn fara að því koma lögum í gegn.

Reynir Jóhannesson, 24.2.2009 kl. 15:55

3 Smámynd: Björn Jónsson

Reynir.

Þetta er einmitt það sem sumir hafa reynt að benda á en hatrið og ofstopinn hefur einfaldlega verið skinseminni yfirsterkari hjá þessu fólki.

Samningatækni hefur greinilega ekki verið kennd í flugfreyjuskólanum hér áður fyrr.

Björn Jónsson, 24.2.2009 kl. 16:00

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

"Tilfinningar í samningsgerðum"?

Þetta eru ekki samningar. Davíð er rekinn ásamt helstu ábyrgðaraðilum sem ekki hafa haft vit á því að segja af sér. Til þess hafa verið ÆRIN tækifæri, og segja má að þá hafi málið verið á samningsstigi - Nú er þetta bara búið. Bless.

Rúnar Þór Þórarinsson, 24.2.2009 kl. 16:00

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Bak-klappararnir!

Björn & Reynir - Þetta er langt frá þeim ofstopa sem hæglega mætti afsaka að nota til að koma þessum mönnum frá. Fáir hafa orðið jafn mikillar þolinmæði aðnjótandi eftir að hafa orðið valdir að jafn víðtækri eyðileggingu.

Rúnar Þór Þórarinsson, 24.2.2009 kl. 16:06

6 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Það skiptir ekki máli hversu slæm staðan er... maður verður að bregðast rétt við. Það þarf alltaf að íhuga hvort verið sé að nota réttar aðferðir. Nú er ég hér að tala um að koma seðlabankafrumvarpi í gegn.

Reynir Jóhannesson, 24.2.2009 kl. 16:19

7 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Það var mjög fljótlega farið í að ráðast á Davíð. Þannig að mistök voru gerð fyrir löngu og eiga sjálfstæðismenn sem voru í ríkisstjórn með Sf einnig hlut í þeim mistökum. Mín skoðun: Það er hægt að tala við og um fólk með virðingu. Jafnvel þótt maður sé MJÖG ósammála eða jafnvel þolir ekki einstaklinginn. Þannig tel ég að hægt sé að hámarka árangur.

Í bloggfærslunni segi ég að seðlabankinn hefur ekki gert allt rétt, þar erum við sammála.

Reynir Jóhannesson, 24.2.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband