Ánægður með þig Höskuldur

Ég hef sagt það áður hér á bloggi mínu: við verðum að vernda sjálfstæði þingmanna og veita Alþingi alvöru völd á ný. Einstakir ráðherrar og þingmenn voru alveg brjálaðir þegar Höskuldur neitaði að afgreiða eitt mál minnihluta-vinstristjórnar (seðlabankafrumvarpið) í nefnd svo það gæti farið beint í 3. umræðu.

Höskuldur er þingmaður og er einungis að sinna sínu starfi. Hvað er framkvæmdarvaldið eiginlega að hugsa þegar það ræðst svona á einstaka þingmenn fyrir ekki neitt? Vill Steingrímur Joð stjórna Alþingi eins og það sé afgreiðslustofnun framkvæmdarvaldsins? Hér er verið að semja og samþykkja seðlabankafrumvarp á hraðferð. Gott að hafa menn eins og Höskuld sem er augljóslega að fylgjast vel með.

Ég vona að þessi maður verði á þingi eftir kosningarnar í vor!


mbl.is Peningastefnunefnd skal gefa út viðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband