Dæmalaus vinnubrögð fjármálaráðherra!

Hvernig stóð á því að skipaður var bankaráðsformaður Nýja Kaupþings í gær 24. febrúar og hann hættur í dag 25. febrúar? Hvernig má það vera að maður skuli vera ráðinn bankaráðsformaður Nýja Kaupþings án þess að kannað sé hvort maðurinn hafi tíma til að sinna starfinu. Hvernig stendur á því að ráðning í þessa mikilvægu stöðu var ekki betur ígrunduð af Steingrími J. Sigfússyni, nýja fjármálaráðherra Íslands?

Eru þessi óvönduðu vinnubrögð til þess fallinn að auka traust almennings á bankakerfinu?

Smá viðbót: Getur verið að Jóhanna Sig hafi kannski boðið betur og boðið honum tímabundið starf í Seðlabankanum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Já og hvað með að ráða mann sem er ákærður fyrir bókhaldsbrot! Rosalega er þetta lýsandi fyrir Ísland í dag!

Vera Knútsdóttir, 26.2.2009 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband