Rafræn stjórnmál - ódýr og þægileg

Þróun samskipta á netinu er áhugavert viðfangsefni. Vegna prófkjörsbaráttu og kosninga í vor hef ég í nokkur skipti rætt við vini um tengingu stjórnmálamanna við slíka samskiptavefi eins og t.d. Facebook. Það sem kemur manni á óvart er að sumum finnst viðvera stjórnmálamanna þar óþolandi... sagt er að þetta sé of mikið áreiti.

Hins vegar spyr ég: Er ekki jákvætt að stjórnmálamenn geri sitt besta til að nálgast kjósendur? Er ekki jákvætt að stjórnmálamenn finni ódýrari eða jafnvel ókeypis samskiptaleiðir til að skera niður kostnað?

Kostnaðarhlið þessa máls getur auðveldað nýjum og kannski sérstaklega ungum frambjóðendum að ná árangri. En varðandi áreitið, þá er hægt [á Facebook] að velja og hafna því sem maður vill fylgjast með. Þannig séð hefur maður mun meiri stjórn á "áreitinu" á Facebook heldur en til dæmis ef stjórnmálamenn hefðu þurft að hringja, senda tölvupóst eða senda kjósendum fullt af bæklingum og fundarboðum í pósti (sem kostar sitt).

Mín niðurstaða er sú að samskiptavefir eins og t.d. Facebook séu ákjósanlegri heldur en margar aðrar samskiptaleiðir í kosningabaráttum. 


mbl.is Samskiptasíður vinsælli en tölvupóstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband