Borgarafundurinn

Helgi Hjörvar á borgarafundinum: sagðist ekki geta útilokað skattahækkanir en vildi ekki kveða upp úr um hvort skattar yrðu hækkaðir eða ekki.

Hvað ertu að reyna segja Helgi? Eitt svakalegast stjórnmálasvar sem ég hef séð. Af hverju ekki bara neita að svara spurningunni í stað þess að bulla svona?

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og oddviti Vinstri-grænna í Reykjavík norður, á borgarafundinum: segir að það verði hvort tveggja að hækka skatta og lækka laun til að vinna upp í fyrirsjáanlegan fjárlagahalla.

Jahérna... ég er orðlaus. Gengið fellur og Katrín vill einbeita sér að því að breyta stjórnarskrá lýðveldisins, lækka laun og hækka skatta. Í hvaða heimi býr þetta fólk?


mbl.is Stjórnarskráin áfram á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

ekki gleyma ummælum þráins bertelssonar um að sömu gömlu störfin yrðu til úr engu....... hmmmmm

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 14.4.2009 kl. 23:27

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Var Katrín Jakobs frekar stressuð í þessum þætti/fundi? Að minnsta kosti þegar hún svaraði síðustu spurningunni um ESB...?

Reynir Jóhannesson, 14.4.2009 kl. 23:31

3 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

Já, hún var soldið tens á köflum, fannst hún alltaf meiri töffari þegar hún var í stjórnarandstöðu. Ágætis fundur að sumu leyti, flestar spurningar snérust reyndar um það sama, Ástþór tilbúinn að redda öllu klappliðið reddý þegar það heyrði töfraorð eins og hátekjuskattur.....

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 14.4.2009 kl. 23:43

4 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Endilega gerið athugasemdir en þá undir nafni.

Reynir Jóhannesson, 14.4.2009 kl. 23:44

5 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Fékk hér áðan athugasemd frá nafnlausum aðila: "Hmmm, hvað vilt þú gera? Lækka skatta og auka útgjöld ríkisins?"

Það er hægt að gera margt án þess að auka útgjöld ríkisins. Endurreisnin verður ekki byggð á auknum ríkisútgjöldum. Lækkun skatta gefur einstaklingum og fyrirtækjum aukið svigrúm... það er það sem þörf er á núna.

Ef maður lækkar laun og hækkar skatta, þá þarf svo sannarlega að hækka skatta verulega til að eitthvað skili sér inn í ríkiskassann. Þar sem skattar eru ekki í krónutölu heldur prósentu.

Reynir Jóhannesson, 14.4.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband