Hello Europe!

Eurovision í kvöld og við ætlum auðvitað að ná íslenska markmiðinu: 2. sæti! Sem þýðir frábær árangur án þess að þurfa að halda fimm milljarða keppni hér á landi á næsta ári. Hér eru 10 pælingar í tengslum við Eurovision.

Þeir sem þekkja mig vita að ég er enginn sérstakur Eurovision aðdáandi. Hins vegar hef ég alltaf haft gaman af því að horfa á þetta og skemmti mér ávallt þegar stigin eru lesin upp. Við elskum þær þjóðir sem gefa Íslandi stig en bölvumst út í þau ríki sem gefa okkur ekki neitt. Hér eru nokkrar Eurovision pælingar:

1. Kynnarnir í undankeppninni voru alveg einstaklega lélegir. Sérstaklega þegar þeir ýttu á „töfratakkann“ til að sækja niðurstöður úr símakosningu. Þeir voru einum of vandræðalegir þarna á sviðinu... ég hálf vorkenndi þeim. Ég væri til í að senda Hörð Torfason til að mótmæla þessu í Rússlandi.

2. Ég hef aldrei verið talsmaður þess að banna ákveðna tónlist... en come on, það eru ákveðin lög í þessari keppni og jafnvel í úrslitum sem mætti alveg banna.

3. Varðandi búlgarska lagið... þá er eins og einhver þar hafi „brainstormað“ um hvernig mætti smíða fullkomið Eurovision lag án þess að á einhverjum tímapunkti hafi verið sagt: „Nei, þetta gengur ekki“. Lagið endaði bara í fullkomnu slysi á alla vegu.

4. Þegar níu ára gamla frænka mín sá lélegt lag í undanúrslitakeppninni spurði hún: „Ef þetta lag sigraði í sínu heimalandi... hvernig voru eiginlega hin lögin sem töpuðu?“ Góð spurning. Hins vegar verður maður að viðurkenna það að Danir sendu sitt næst besta lag í aðalkeppnina. Hin íslenska Hera var áberandi betri. Spurning hvort Danir séu eitthvað fúlir út í Íslendinga?

5. Hver skrifaði eiginlega brandarana sem kynnarnir fóru með? Af þeim fimm milljörðum króna sem fóru í keppnina virðast ekki margar krónur hafa ratað í brandaraskrif.

6. Sviðið er alveg magnað í þessari keppni. Þessi stíll þekkist vel á Íslandi og gengur undir nafninu „2007“. Afar sjaldgæfur á Íslandi nú á dögum.

7. Ísland verður í 2. sæti á eftir Norðmönnum.

8. Er það bara ég en eru ekki Norðurlandaþjóðirnar að taka þessu full alvarlega nú í ár? Núna finnst mér eins og að allir hinir (aðallega Austur-Evrópa) séu að reyna toppa Silvíu-night.

9. Gaman að sjá öll Norðurlöndin í úrslitum - loksins getum við smalað stigum! Iceland 12 points! Þetta munum við heyra oft í kvöld!

10. Þessi keppni er frábær kynning fyrir Rússland og mig dauðlangar að heimsækja Moskvu!

Góða skemmtun í kvöld og áfram Jóhanna Guðrún!

Deiglan.com, 16. maí 2008.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband