Þróun miðborgar

Nú er verið að ræða hvort það eigi að halda áfram með byggingu tónlistarhússins eða ekki. Alþingismönnum ber auðvitað að taka þessa umræðu og fara vel yfir öll útgjöld ríkisins.

Hins vegar þurfa alþingismenn og aðrir einnig að huga að heildinni. Ef tónlistarhúsið verður látið standa eins og það er í dag mun allt bryggjusvæðið í Reykjavík líða fyrir enn ömurlegra ástand svæðisins... sem og miðbærinn. Það verður að sjálfsögðu að endurskoða áætlanir, en reynum nú samt að hugsa þetta mál til lengri tíma. Reynum að finna ásættanlega leið til að klára verkefnið. Til dæmis lengja byggingartíma, minnka byggingarmagn, byggja í áföngum, útvíkka notkunarsvið hússins o.s.frv.


mbl.is Deilt um tónlistarhús á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband