Reiðhjólamenn með slökkvitæki

 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins barðist nú undir kvöld í um einn og hálfan klukkutíma við gróðureld, sem kviknaði í Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk. Hópur manna, sem var í svonefndu fjallabruni á reiðhjólum (...) hefðu reynt að hella vatni og gosi á eldinn og sprautað úr slökkvitæki, sem einn hafði meðferðis en ekkert gekk.

Þvílík vitleysa að skilja kolagrill eftir í Heiðmörk á þessum árstíma. En sú tilviljun að menn í fjallabruni hafi haft slökkvitæki meðferðis. Spurning hvort maður taki eitt stykki slökkvitæki með í næstu hjólreiðaferð í Fossvoginum/Öskjuhlíðinni á leið í vinnuna. Aldrei að vita hvenær slíkt tæki gæti komið að gagni.http://blogs.reuters.com/photo/files/2007/11/mario-bike.jpg

En af hverju hafa menn í fjallabruni eiginlega slökkvitæki meðferðis? :-/ Myndin tengist þessu máli ekki neitt... fannst hún bara henta vel með færslunni. :P


mbl.is Börðust við eld í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þessi staðreynd var það eina sem fréttin skildi eftir sig hjá mér. Eina ástæðan sem mér dettur í hug fyrir því að þeir hafi slökkvitæki með er að þeir misskilji íþróttina sem þeir stundi, þ.e. fjallabruni.

Páll Geir Bjarnason, 22.5.2009 kl. 01:13

2 identicon

Ég var á staðnum og tók þessar myndir. Maður sem sá reykinn frá golfvellinum í garðabæ og kom á staðinn var með slökkvitæki í bílnum en það duggði mjög skammt og hafði lítil sem engin áhrif

Eggert (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband