Vinstristjórnin heldur velli

Norska vinstristjórnin með meirihluta, algjör skandall! Stjórnin sem sýndi okkur Íslendingum engan stuðning í hruninu s.l. haust og áfram standa þeir þétt með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Okkar stjórn stóð sig kannski ekkert betur í að verja málstað Íslands á alþjóðavettvangi. Ef til vill fylgir þetta ríkisstjórnum vinstriflokkanna?

Hér á skjámyndinni minni sést í leiðtoga KrF og Venstre (borgaralegir flokkar) sem hafa tapað gríðarlega miklu fylgi. Þeir náðu að einangra sig í kosningabaráttunni og fannst mér því myndin lýsa stöðunni sem þeir hafa sjálfir sett sig í. Íhaldsmenn virðast hafa náð sér á strik á ný en það á því miður einnig við um Arbeiderpartiet með Jens Stoltenberg í forystu.


mbl.is Stoltenberg sigurvegarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú bý ég í Noregi og er ég bara mjög sáttur við þetta. Kerfið virkar vel hérna og er varla hægt að segja það til hægri né vinstri. Bölvað miðjuþóf allt saman.

V flokkurinn hérna þar sem ég þekki einn töpuðu einhverjum 8 mönnum og eru þeir vinstri flokkur að því er þeir segja en eftir að hafa rætt við nokkra þeirra þá eru þeir að væflast á miðjunni eins og svo margir.

Það að þessi stjórn hafi ekki aðstoðað Ísland er ekki þeirra starf og á ekki að þykja sjálfsagður hlutur þegar heil þjóð hefur gert í buxurnar.

Íslendingar upp til hópa gátu sjálfum sér um kennt fyrir að vera ekki varkárari. Ég var varkár, ég flutti út löngu fyrir hrunið. Fólk sagði mig klikkaðan og þegar ég sagði að þessi lífsgæði sem fólk var að skapa sér þrátt fyrir lág laun væru rugl þá var ég bara öfundsjúkur og í raun þá hristi fólk hausinn.
Tja, ég get ekki sagt að ég vorkenni fólki sem missti sig í kaupæði og svo vogar það sér að segja mann heppinn af því að maður tók ekki þátt í bullinu. 

ATH. Þetta á auðvitað ekki við um alla en ansi marga. Þ.á.m fólk sem hélt í ótrúlegri fáfræði sinni að hlutabréf væru örugg og tóku lán fyrir hlutabréfum. Mér er spurn; Ef þau eru svona örugg af hverju þekkist þá hungur í heiminum. 

En annars held ég að þessar kosningar séu fínar að nokkrum hlutum undanskildum. Hoyre vildu afnema eignarskatt en flestir aðrir flokkar ekki. 

Einnig væri allt í lagi að nota einhverjar krónur úr olíusjóðnum til að bæta suma vegi hérna. Það er verið að vinna í því en gengur hægt. 

Júlíus (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 08:34

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Auðvitað skiptir það máli að þessi vinstristjórn veitti okkur ekki stuðning í baráttunni gegn IMF, Bretum o.s.frv. Það þarf samt ekki að koma neinum á óvart.

Reynir Jóhannesson, 15.9.2009 kl. 09:30

3 identicon

Af hverju skiptir það máli?

Þeim ber ekkert að sýna stuðning við þjóð sem gjörsamlega er uppfull af hroka og skynja ekki verðgildi peninga ekki bara "útrásarvíkingar" heldur mikið af hinum almenna borgara. (Já hroki sem einungis Íslendingar virðast ekki sjá og það eitt og sér er hroki því það er nánast alltaf Ísland best og Ísland æði o.sfrv. Þrátt fyrir að Ísland sé smá ríki.) Það er eitt að hafa þjóðarstolt en þetta heitir orðið þjóðarrembingur að mínu mati.

Á kannski að velja og hafna hverjir misstu sig og hverjir ekki? Það er bara ekki hægt og ég lýsi ekki stuðningi yfir fólk sem missti sig í kaupæði eins og ég hef áður komið inná. 

 Ég er hægri maður og skráður flokksmaður X-D en ég er engu að síður afskaplega þakklátur að AP vann kosningarnar enda skelfing ef Krf kæmust í stjórn. 

Hefði viljað sjá AP og Hoyre i stjórn til að fá smá jafnvægi en svona er þetta og sjá t.d. eignarskattinn feldan niður sem AP heldur svo fast í.

Hoyre bættu samt við sig mönnum og það er jákvætt en að fólk skuli kjósa Krf er ofar mínum skilningi og hvað þá að þeir hafi bætt við sig fylgi.

Vandinn er að þeir telja sig hægri flokk og ég get bara ekki tekið undir það og mundi aldrei vilja þetta fólk í stjórn þar sem ég bý.

Smá útúrdúr en ég er bara svo gáttaður á því að fólk kjósi svona fólk eins og krf.

Júlíus (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 11:51

4 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Ég er fullkomlega sammála þér varðandi KrF. Þessi flokkur ætti að vera töluvert minni og fékk hann allt of marga þingmenn. Einnig sammála því að KrF er ekkert skárri í sveitarstjórn.

En af hverju finnst mér að það skipti máli að norska vinstristjórnin veiti okkur Íslendingum stuðning?

Það er ekki hægt að segja að þessi kreppa á Íslandi sé eingöngu vegna þess að "Íslendingar misstu sig". Margt annað hefur haft áhrif og valdið tjóni, eins og til dæmis gölluð ESB-löggjöf, bresk hryðjuverkalög o.s.frv. Við þurfum að leggja áherslu á að verja málstað Íslendinga til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

Í alþjóðasamskiptum verðum við að líta á heiminn eins og hann er og vita að ríki eiga enga vini heldur bara hagsmuni. En þegar það er sagt þá eru til nokkrar leiðir fyrir ríki eins og Ísland að hafa áhrif á alþjóðasamfélagið og það koma tvær leiðir til greina fyrir Ísland:

1) Leggjast undir verndarvæng stórveldis og aðlagast aðstæðum hverju sinni

2) Hafa áhrif í samstarfi við önnur ríki, eðlilegast væri í samstarfi við hin Norðurlöndin

Ég var að vonast til þess að norðurlandasamstarfið mundi sanna sig á erfiðum tímum. En það fór nú illa og óttast ég þess vegna um stöðu Íslands innan til dæmis ESB ef við förum þangað inn.

Ísland hefur á undanförnum 10-12 mánuðum orðið fyrir mörgum árásum annarra ríkja. Nágrannaríki okkar hafa m.a. notað AGS (IMF) til að ná sínu fram.

Það væri því eðlilegt að hin Norðurlöndin stæðu með okkar... ekkert endilega á öllum sviðum en að minnsta kosti þar sem við höfum orðið fyrir ósanngjörnum árásum (efnahagslegum).

Reynir Jóhannesson, 16.9.2009 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband