Vinstristjórnin segir af sér

Nú hefur framkvæmdavaldið á Íslandi lofað Bretum og Hollendingum að taka aftur þátt í að kúga Alþingi Íslendinga til að breyta fyrirvörum við ríkisábyrgð í Icesave-málinu. Á næstu dögum munu ráðherrar Íslands tjá sig í íslenskum fjölmiðlum og segja alls konar sögur um hvað muni gerast ef Alþingi samþykki ekki breytingarnar. Ísland verði Kúba norðursins o.s.frv. Við höfum öll heyrt þessar sögur.

Einungis átti að bjóða Bretum og Hollendingum þessa ríkisábyrgð ef þeir samþykktu fyrirvara Alþingis. Þetta var ekki eitthvað sniðugt "trix" í samningatækni þar sem við skutum hátt og ætluðum svo að semja niður og þar með sætta okkur við lakari niðurstöðu í næstu lotu samningaviðræðna. Fyrirvararnir voru það sem Alþingi taldi sig geta staðið við. Hvernig á t.d. hið umtalaða lánshæfismat Íslands að batna ef við fáum verri samninga en fyrirhugað var og hugsanlega samninga sem við getum ekki staðið við?

Það átti bara að kynna fyrirvarana í Bretlandi og Hollandi og segja: take it or leave it!

Alþingi veitti ekki framkvæmdavaldinu (ríkisstjórninni) frekara samningsumboð. Ég bíð því eftir að sjá fyrirsögn bloggfærslu minnar á Mbl.is! Vinstristjórnin er versta stjórn sem starfað hefur fyrir íslenska lýðveldið frá upphafi!


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Sammála hverju orði.

Frosti Sigurjónsson, 18.10.2009 kl. 00:59

2 identicon

Vinstristjórnin sem nú er við völd er svo langt frá því að vera versta stjórn frá upphafi íslenska lýðveldisins. Hún er engan vegin hafin yfir gagnrýni og er alls ekki fullkominn, en menn eru samt furðufljótir að gleyma að það voru sjálfstæðismenn og framsókn sem komu okkur í þennan vanda til að byrja með.

Þar af leiðandi hlýtur versta stjórn frá upphafi íslenska lýðveldisins að vera aðalega samansett af sjálfstæðismönnum og framsókn og sjálfstæðismönnum og samfylkingunni. Þetta eru þær tvær stjórnir sem stóðu vaktina og klúðruðu málunum. 

Það skiptir ekki nokkru einasta máli hvar menn standa í pólitík á þessum tímum, hægri eða vinstri. Það þarf að skera niður og það þarf að gera eitthvað í þessu Icesave máli og ekkert sem hægt er að gera í þessu tvennu eru góðir kostir. Sjálfstæðismenn með Dabba harða geta ekki bara sagt fokk you vondu kallar og þá verður allt í lagi því hann Dabbi er sko með bein í nefinu og svo mikill leiðtogi. Og ekki gleyma því að Bjarni Ben vildi fara samningaleiðina þegar hann hafði eitthvað um málið að segja, þótt núna sé hann komin á kaf í lýðskrum og vinsældarkeppnir.

Stefán (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 01:35

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Hugmyndafræði IMF er sú sama og Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar undanfarinna ára.



Vilhjálmur Árnason, 18.10.2009 kl. 01:52

4 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Stefán, ríkisstjórnin getur ekki lengur afsakað sig með því að benda á Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Hvenær ætla vinstrimenn að sætta sig við að þeir bera í alvöru ábyrgð þegar þeir sitja í ríkisstjórn? Það er langt síðan ég hef verið eins pirraður og ég er núna.

Talandi um niðurskurð. Að ná hagstæðum Icesave samningum ætti að vera forgangsatriði þessarar ríkisstjórnar. En alltaf talar hún og stuðningsmenn hennar um að "afgreiða Icesave sem fyrst" svo þau geti nú snúið sér að "öðrum málum". Fyrst vil ég leggja áherslu á það að ríkisstjórnin ætti nú að geta unnið í nokkrum málum samtímis, varla er öll stjórnsýslan á kafi í Icesave viðræðum? Ég er núna orðinn svo dauð þreyttur á þessu tali. Íslenska ríkið getur hvergi sparað eins mikið og með hagstæðari Icesave samningum.

Það er svo sorglegt að þurfa að deila við Íslendinga í þessu máli varðandi ríkisábyrgð... hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Sigurður Líndal, lagaprófessor, auglýsti einmitt eftir svörum um daginn: http://www.visir.is/article/20091013/SKODANIR03/305364061

Reynir Jóhannesson, 18.10.2009 kl. 01:59

5 identicon

Reynir, ég var ekki að reyna að verja ríkisstjórnina eða afsaka hana gegn hennar verkum heldur að benda á að það er þvæla að ætla að fara að klína þessu máli alfarið á vinstristjórn og segja núverandi vinstristjórn vera þá verstu í sögu lýðveldisins þegar það er augljóst að sá sem veldur bílslysi ber meiri ábyrgð en fólkið sem reynir að hlúa að slösuðum, hvernig svo sem þeim tekst til við það verk.

En ég held samt að það sé eitt sem við erum að gleyma í þessu öllu saman, lögmæti samninganna skiptir engu máli fyrir viðsemjendur okkar og virðist heldur ekki skipta neinu máli fyrir vinaþjóðir okkar. Ég er að sjálfsögðu langt frá því að vera sáttur við það að þurfa að borga upp fyllerí björgólfsfeðga, en málið er að ég sé ekki að við eigum annan kost í stöðunni. Og þá er ég að tala um raunhæfa kosti. 

Stefán (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 02:30

6 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Þegar menn deila um ábyrgð... eins og til dæmis eftir slys. Hvert fer málið? Jú, beinustu leið til dómstóla ef ekki nást sættir.

Það vill enginn sjá alþjóðasamfélagið kúga þjóðir! Við eigum að mótmæla þessu!

Reynir Jóhannesson, 18.10.2009 kl. 02:42

7 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Og ég mun standa með vinstristjórninni í þessu máli ef hún ákveður að standa með þjóð sinni!

Reynir Jóhannesson, 18.10.2009 kl. 02:43

8 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

Reynir þú verður líka ða athug það að það voru jú sjálfstæðismenn sem að skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að borga ICE-save uppí topp.

Hilmar Dúi Björgvinsson, 18.10.2009 kl. 10:46

9 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Hilmar Dúi, þetta er útúrsnúningur. Þetta var ekki bindandi yfirlýsing um að borga Icesave. Hringdu í Sigurð Líndal og ræddu þetta við hann.

Af hverju stöndum við ekki saman um að hlúa að landinu okkar og verja það fyrir árásum alþjóðasamfélagsins?

Reynir Jóhannesson, 18.10.2009 kl. 10:59

10 identicon

"Það vill enginn sjá alþjóðasamfélagið kúga þjóðir! Við eigum að mótmæla þessu!"

Það er nú nefnilega málið að við erum búin að mótmæla þessu sbr. t.d. ræða Össurar og einnig man ég að mótmælt var að afgreiðsla á lánum frá norðurlöndunum skyldi vera háð niðurstöðu í Icesave málinu þegar utanríkisráðherra fór til New York vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Hvaða engin vill sjá alþjóðasamfélagið kúga smáþjóðir? Og getur hann aðstoðað okkur? Við verðum bara að kyngja þjóðarstoltinu í smá stund og átta okkur á því að við erum bara ómerkilegt peð í ballarhafi.

Með samningarleiðinni getum við þó freistað þess að fá sem mest til baka frá gamla landsbankanum uppí skuldir. Við getum freistað þess að fara dómstólaleiðina og sest aftur að samningaborðunum ef niðurstðan verður okkur hagkvæm með þá kannski meiri stuðning frá al.jóðasamfélaginu og við fáum aðgang að lánalínum og getum byrjað á endureisn íslensk efnahagslífs. Þetta þurfum við að gera og hætta að berja hausnum við steinin, það vill engin hjálpa okku...!!!

Stefán (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 11:42

11 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Stefán, endilega kvittaðu með fullu nafni.

En það er bara rangt hjá þér að við séum ómerkileg. Við erum lítil en verðum aldrei ómerkileg. Nei, við eigum ekki að kyngja þjóðarstoltinu. Við eigum að vera stolt og standa á rétti okkar. Standa saman sem þjóð!

Bretar og Hollendingar hafa enn ekki sannað sitt mál. Það þurfa þeir að gera! Hættum að tala Íslendinga til uppgjafar!

Reynir Jóhannesson, 18.10.2009 kl. 12:38

12 identicon

Reynir, mér finnst við ekki vera ómerkileg sem þjóð. Við höfum merkilega sögu og erum að mörgu leiti merkileg og búum yfir þekkingu á ýmsum sviðum og ég vill hvergi annarsstaðar búa. En ég er líka raunsær, við höfum lítið fram að færa í alþjóðasamfélaginu nema ef til vill fisk. Það er það sem skiptir máli uppá samningsstöðu okkar eins leiðinlegt og það hljómar. Bretar og Hollendingar eru bara einfaldlega miklu mun stærri og áhrifameiri þjóðir.

Þeir þurfa ekki að sanna neitt, alþjóðasamfélagið stendur með þeim. Í svona málum þýðir ekki að vera með klisjur eins og standa saman sem þjóð og standa vörð um land vort. Við eigum í hörðum milliríkjadeilum og verðum að horfa á málið kalt og útfrá staðreyndum án þess að þjóðremmbingur og rómantík spilli fyrir. Það skal engin segja mér það að Bjarni Ben, eða Jóhann og Steingrímur vilji Íslandi illt og vilji skemma fyrir okkur hvað svo sem manni finnst um þeirra pólítísku sannfæringu. Það er alveg ástæða fyrir að fólk vill fara samningaleiðina og ástæðan er sú að annars verður lokað á lánalínur til Íslands til einhvers tíma og jafnvel í lengri tíma. Sá gjörningur myndi hafa miklu mun alvarlegri efnahagslegar afleiðingar fyrir okkur heldur en að takast á við Icesave skuldbendingarnar. Með því vill ég meina að við séum ekki að gefast upp eins og þú talar heldur frekar kannski taktískt að hörfa um stundarsakir.

Nokkrir mikilvægir punktar eru þarna inni eins og það að dómsuppkvaðnig okkur í vil mun draga menn aftur að samningaborðunum og að við höfum forgangskröfur í eignir gamla landsbankans.

Stefán Jónsson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband