Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2008

"Ţađ verđur ađ skođa réttarstöđu hvers og eins sem kemur hingađ"

Ţađ er nú bara sanngjarnt ađ taka ţađ fram í fréttaflutningi ađ ráđherrar fá ekki öll mál inn á sitt borđ. En rétt er eins og Björn segir sjálfur í ţessu viđtali á Mbl.is ađ:

 

Ţađ verđur ađ skođa réttarstöđu hvers og eins sem kemur hingađ og ţađ er tekin afstađa til hennar og fariđ yfir málin og komist ađ niđurstöđu.

 

Hins vegar ţegar málsmeđferđin er skođuđ í máli Paul Ramses er ekki hćgt ađ sjá ađ ţađ hafi veriđ skođađ eins og mađur hefđi ćtlast til. Ekki var tekin afstađa til umsóknarinnar heldur reynt ađ fćra máliđ aftur til Ítalíu.

 

Björn Bjarnason hefur ekki veriđ ţekktur fyrir afstöđu- eđa ađgerđaleysi. Ţví munum viđ vonandi á nćstu dögum verđa upplýst um afgreiđslu ráđherra í ţessu máli.


mbl.is Ráđherra ókunnugt um máliđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

„Skákmeistarinn“ Paul Ramses

Keníamađurinn Paul Ramses var handtekinn og rekinn úr landi fyrir ţađ ađ vera hér í leyfisleysi. Eiginkona hans er hér enn í óleyfi vegna fćđingar barns ţeirra hjóna. Ítalía á ađ fjalla um mál Ramses samkvćmt Dyflinnarsamningnum. En samkvćmt upplýsingum frá Útlendingastofnun er hćgt ađ gera undantekningar á ţeim grundvelli ađ umsćkjandi eigi fjölskyldu í öđru landi. Paul Ramses á einmitt fjölskyldu á Íslandi. En ţađ vilja íslensk yfirvöld ekki viđurkenna ţar sem eiginkona hans og barn eru hér án leyfis. Ţví kemur engin undantekning til greina í ţessu tilfelli.

Viđ verđum ađ gera ţá kröfu á stjórnsýsluna og ráđamenn ađ ţeir taki ekki ákvörđun í máli án ţess ađ ţađ hafi veriđ tekiđ til skođunar. Hins vegar má vel vera ađ niđurstađan hefđi orđiđ sú ađ synja ćtti umsókn Paul Ramses. En máliđ var ekki tekiđ fyrir ţar sem yfirvöld túlka Dyflinnarsamninginn sér í hag. Samningurinn bannar Íslendingum hins vegar ekki ađ taka fyrir mál Ramses, heldur eru ţarna mannréttindasjónarmiđ á ferđ sem tryggja honum málsmeđferđ í ađ minnsta kosti einu landi innan Schengen svćđisins.

Ísland reynir nú á dögum ađ finna stöđu sína í alţjóđasamfélaginu. Er ţetta ađkoma Íslands ađ alţjóđasamvinnu? Viđ búum í heimi ţar sem margt slćmt gerist. Íslendingar geta slökkt á útvörpum og sjónvörpum og leitt hjá sér óţćgilegar fréttir og upplýsingar. Viđ ţurfum ekki ađ taka fyrir mál Paul Ramses frekar enn nokkurra annarra. Ţetta er algjörlega okkar eigiđ val. En spurning er hvort yfirvöld eigi ađ hafa ţann valmöguleika ađ geta leitt hjá sér óţćgilegt mál međ ţessum hćtti. Ţađ kemur ekki fram í neinum tilkynningum eđa yfirlýsingum ađ Paul Ramses og fjölskylda hans hafi veriđ íslensku samfélagi til vandrćđa. Heldur er vísađ til samninga og samkomulaga til ađ fćra rök fyrir ákvörđun yfirvalda.

Íslenskir stjórnmálamenn geta stađiđ fyrir björgun erlendra skákmanna (Bobby Fisher) og veitt ţeim íslenskan ríkisborgararétt og vegabréf án fyrirhafnar. Var ţađ kannski réttmćt undantekning ađ mati forstjóra Útlendingastofnunar eđa hćstvirtum dómsmálaráđherra? Ef mál Bobby Fishers var tekiđ fyrir sé ég enga ástćđu til ađ vísa máli Paul Ramses frá. Ef eiginkona Ramses fékk dvalarleyfi í Svíţjóđ til ársins 2012, set ég spurningamerki viđ synjun íslenskra yfirvalda á umsókn hennar um dvalarleyfi hér á landi. Hvađ er ţađ sem Svíar sćtta sig viđ en ekki Íslendingar?

Ţar sem ţetta mál hefur ekki veriđ tekiđ fyrir legg ég til ađ viđ sendum Ramses á skáknámskeiđ og höldum hér mót honum til heiđurs. Látum alla skákmeistara Íslands tapa fyrir nýja skákmeistaranum Hr. Ramses. Međ ţví gćti kannski fylgt íslenskt vegabréf. Stundum er allt hćgt á Íslandi... en ţá augljóslega bara stundum og ţegar ţađ hentar ákveđnum ađilum.

Nú er bara ađ vona ađ forsćtisráđherra Geir H. Haarde geri athugun á ţessari málsmeđferđ. Enda full ástćđa til.

Deiglan.com, 07. júlí 2008. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband