Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2008

Sjálfstćđisbrautin í Reykjavík

Flestir eru orđnir langţreyttir á ţví ástandi sem ríkt hefur ađ undanförnu viđ stjórn borgarinnar. Eftir síđustu sviptingar í borgarstjórn standa ţó vonir til ţess ađ umrótatímabil sé senn á enda og ađ viđ taki tímabil stöđugleika og festu.

Fyrir nćstu kosningar kemur ţađ vćntanlega í hlut kjósenda ađ velja starfhćfan hóp fólks á frambođslista flokkanna. En ţótt margir kjósendur bíđi eftir tćkifćri til ađ stuđla ađ breytingum kemur ţađ ekki í veg fyrir ađ núverandi fulltrúar hafa enn tíma til ađ sýna og sanna ađ ţeir geta stađiđ ađ ýmsum góđum verkum. Enn eru tćp tvö ár í nćstu sveitarstjórnakosningar og margt hćgt ađ gera á ţeim tíma.

Nýi borgarstjórnarmeirihlutinn ćtti ađ marka ţá stefnu ađ leita allra leiđa til ađ lćkka útsvar sveitarfélagsins međ ţađ fyrir augum ađ viđ lok kjörtímabilsins verđi ţađ orđiđ ţađ lćgsta á landinu. Fasteignaskattinn ćtti einnig ađ lćkka. Međ ţessu mundi Reykjavíkurborg endurheimta fyrri stöđu sína eins og hún var fyrir valdatíma R- listans, en ţá voru ţessir skattar jafnan lćgstir í Reykjavík. Á móti skattalćkkunum kćmi hagrćđing í rekstri. Forđast ţarf fleiri slys eins og smartkortaćvintýri R-listans. Borgin er stórt fyrirtćki og í stórum fyrirtćkjum finnast oft margar leiđir til hagrćđingar án ţess ađ skerđa ţurfi ţjónustu. Ţótt markmiđ Reykjavíkurborgar sé fyrst og fremst ađ ţjóna íbúum sínum ţá ţarf jafnframt ađ kappkosta ađ fara sem best međ skattfé borgaranna. Ţađ er skylda borgarfulltrúa ađ fara vel međ ţađ skattfé sem ţeim er trúađ fyrir. Ţeirri skyldu mega ţeir ekki sinna međ kćruleysi.

Sem langstćrsta sveitarfélag landsins ćtti Reykjavíkurborg ađ mörgu leyti ađ hafa betri möguleika á ađ standa ađ hagkvćmari rekstri en ţau sem minni eru. Afleiddur rekstur og stöđug skuldasöfnun á valdatíma R- listans mun hins vegar takmarka framkvćmdagetu borgarinnar á nćstu árum. Ţađ ţarf meira en eitt kjörtímabil til ađ vinda ofan af ţeirri óráđsíu sem ţá var stofnađ til.

Nýs meirihluta bíđur ţví ćriđ hlutverk ađ koma fjámálum borgarinnar í viđunandi horf. Af fréttum ađ dćma virđist nýr borgarstjóri ćtla ađ taka hlutverk sitt alvarlega ţegar kemur ađ fjármálastjórninni. Ţađ er afar mikilvćgt ađ ţar takist vel til svo ađ Reykjavíkurborg geti á ný orđiđ ţađ fyrirmyndarsveitarfélag sem stćrđ og stöđu hennar sćmir. Ţađ hlýtur ađ vera keppikefli ţeirra sem međ stjórn borgarinnar fara ađ borgin veiti íbúum sínum ávallt fyrirmyndarţjónustu á sem hagkvćmastan hátt.

Deiglan.com, 26. ágúst 2008.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband