Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Upplýsingaflæði

Í yfirlýsingu frá talsmanni Halliwell frá því í janúar er tilkynnt var um trúlofun parsins, sem kynntist í október, kemur fram að þau séu ekki á hraðferð inn í hjónaband.

 

Sendir þetta fólk út yfirlýsingar um það að "þau séu ekki á hraðferð inn í hjónaband"? Ótrúlegt að það skuli vera markaður fyrir svona upplýsingar. Maður ætti kannski að vera með þetta fólk á Twitter. Þá fæ ég að vita hvenær það borðar, fer á klósettið og hvort þeim finnst léttmjólk betri en nýmjólk.

En bara svo þið vitið það, þá vil ég helst léttmjólk og ég mun í hádeginu fara inn í eldhús og fá mér eitthvað gott að borða.


mbl.is Dreymir um hlýja hjónasæng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög um Seðlabanka Íslands

Mikilvægt: "Núgildandi lög voru samin í heild og nutu stuðnings allra flokka á þingi." Átti kannski Sjálfstæðisflokkurinn einn að geta spáð fyrir um framtíðina? Fram kemur í fréttinni að þær breytingar sem lagðar eru til myndu engu breyta um stöðu eða styrk bankans til að hafa áhrif á atburðarás eins og þá sem varð.

Nú krefst ég þess sem kjósandi að ALLIR FLOKKAR (líka Sjálfstæðisflokkurinn) fari nú að vinna þetta faglega og hætta væli um ómerkileg aukaatriði. Endilega breyta lögunum til að efla Seðlabanka Íslands... en við vitum til dæmis að fjöldi bankastjóra seðlabankans var ekki að valda hruni íslenskra banka heldur voru það aðrir þættir. Því tel ég eftirfarandi athugasemd seðlabankastjóra alvarleg:

Ríkt tilefni væri til að fara yfir skyldur Seðlabankans við slíkar aðstæður, þau úrræði sem honum eru búin og verkaskiptingu stofnana á borð við Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlit, svo dæmi sé tekið. Nú þykir mörgum sem láta sig þessi mál varða og best þekkja til að rétt sé að kanna hvort ekki eig að efla fjármálaeftirlit við yfirsýn og yfirstjórn regluverks á fjármálamarkaði (regulation) en um leið styrkja umsjónarvald og ábyrgð Seðlabanka gagnvart bankalegum þáttum (supervision, inspection) og draga um leið úr gráum svæðum milli slíkra stofnana. Fyrirliggjandi frumvarp tekur ekki með neinum hætti á slíkum þáttum né öðrum jafn brýnum. Þetta eru þó þeir þættir sem mest eru ræddir í þeim löndum sem let hafa í áþekkum efnahagslegum áföllum og Ísland.

mbl.is Gagnrýna Seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Twitter.com

twitter screenshotÉg var að skrá mig á Twitter.com. Spurning hvort (hvenær?) þetta twitter-æði kemur til landsins? Ætli margir íslendingar séu komnir þar inn nú þegar?

MySpace, Facebook, Twitter... hvað næst? 


Forsetar og ábyrgð

Eftirfarandi frétt er á Visir.is:

Eiður Guðnason fyrrverandi sendiherra segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafi farið með rangt mál þegar hann bar af sér í Kastljósi ýmis ummæli, sem sendiherra Noregs sagði hann hafi látið falla í hádegisverðarboði erlendra sendiherra í danska sendiráðinu á Íslandi í fyrrahaust, og fræg urðu. Þetta kemur fram í grein Eiðs í Morgunblaðinu. Í boðinu var Ólafur Ragnar meðal annars sagður hafa verið harðorður í garð Breta, Dana og Svía og sagt að Rússum stæðu allar dyr opnar á Íslandi, eins og til dæmis aðstaða á Keflavíkurflugvelli. Norska blaðið Klassekampen birti útdrátt úr skýrslu norska sendiherrans um fundinn og hefur Eiður það eftir öðrum sendiherra, sem sat fundinn, að það, sem birtist í blaðinu af umræddum fundi, sé rétt. 

 

Mun ekki Hörður Torfa mótmæla forseta lýðveldisins og fá hann til að segja af sér? Ólafur Ragnar Grímsson á að vita það að þótt við höfum enga reglu í stjórnarskrá sem bannar forseta að sitja í 16 ár... þá viljum við ekki sama forseta í 16 ár. Það átti að hengja Davíð Oddsson fyrir eitt Kastljósviðtal... en Ólafur Ragnar má bara kjafta eins og hann vill?

Nýja Ísland þarf nýjan forseta. 


Myndbandið - Latabæ og Lil Jon blandað saman

Ég skil vel af hverju þeir hjá Latabæ vilja fá þetta myndband af netinu:

 

 En svona er oft gert með vinsælt sjónvarpsefni. Þeir krúttlegu Teletubbies hafa til dæmi verið teknir með svipuðum hætti:

 


mbl.is Latabæ og Lil Jon blandað saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En Össur...

...hver er "óvinurinn"? Stundum vill Össur vera með loftrýmiseftirlit en svo stundum ekki. Vonandi kemur ekki "óvinurinn" eftir að danski herinn er farinn heim, eða á tíma þegar Össur er ekki í hernaðarstuði. "Óvinurinn" getur þannig séð bara fylgst með Mbl.is og bloggi Össurar og ráðist á Ísland þegar Össur vill eyða varnarpening í eitthvað annað sem honum finnst sniðugt.

Nú þarf íslenska ríkið að klára þessa varnarmálaumræðu og vera þá með loftrýmiseftirlit eða ekki. Annað hvort er þörfin til staðar eða ekki. Kannski mætti efla Landhelgisgæsluna?


mbl.is Málefni Varnarmálastofnunar til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

He was "dooced"!

Ekki eru bloggmálin mörg hér á landi. Í BA ritgerð minni fer ég yfir innlendar og erlendar deilur sem tengjast með einhverjum hætti bloggskrifum. Í fyrra var íslenskur bloggari dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir bloggskrif um annan bloggara. Hæstiréttur var hins vegar ekki sammála þeirri niðurstöðu og því er spurning hvað íslenska réttarkerfið mun gera í næsta bloggmáli.

Halldór Kristinn Björnsson sem var rekinn úr starfi hjá Toyota, eftir að hafa skrifað um forstjóra fyrirtækisins og fjórtán milljóna króna bifreið hans, hefur verið "dooced". Heather Armstrong í Bandaríkjunum var rekinn árið 2002 fyrir bloggskrif sín á dooce.com. Hún rekur nú Armstrong Media og vinnur við að blogga vegna gífurlegra auglýsingatekna.

Í tengslum við þetta nýja bloggmál vil ég benda á eftirfarandi sem ég las á vef BBC þegar ég var að skrifa BA ritgerð mína um blogg og stjórnmál:

"If a member of staff does raise hackles by criticising their boss? The employer needs to be careful," warns Mr Robertson. "The employee has to understand that they are breaking the rules - and the employer shouldn't just sack them... or they could face a claim for unfair dismissal."

Að mínu mati eiga fyrirtæki á Íslandi, sem hafa áhyggjur af bloggskrifum starfsmanna, að setja sér bloggstefnu sem starfsmenn geta farið eftir. En hvað segja íslenskir lögfræðingar við þessu? Mátti Toyota reka Halldór fyrir svona skrif?

Það væri áhugavert ef íslenska réttarkerfið fengi annað svona bloggmál inn á sitt borð.


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnan sett fyrirfram?

Hvernig stendur á því að þeir stjórnmálamenn sem tala um stjórnlagaþing (nýja stjórnarskrá), nýtt lýðveldi, nýtt lýðræði og fleira í þeim dúr móti sér stefnu fyrirfram á sínu 80 daga stjórnartímabili, á undan allri lýðræðislegri og faglegri umræðu? Hér situr minnihlutastjórn vinstrimanna og talar um að ganga í grundvallar breytingar á lýðræðiskerfi okkar Íslendinga. Sjálftaka valds segi ég nú bara.

Mbl.is: Kosningalögum verður breytt með þeim hætti, að opnað verður á möguleika þess að taka upp persónukjör í kosningum til Alþingis, helst þannig að þær komist til framkvæmda í kosningum í vor. 

 

Ég hef ákveðnar hugmyndir um hvernig við getum breytt kosningaaðferð okkar Íslendinga með það markmið að leiðarljósi að fólk geti haft meiri áhrif á hvaða persónur hljóta þing- eða bæjarstjórnasæti. Það þarf ekki að leita lengra en til Noregs þar sem eftirfarandi er hægt á kjörseðli:

1) Strika út frambjóðenda af þeim lista sem kjósandi kýs. 

2) Veita einstökum frambjóðendum þess lista sem kjósandi kýs "auka-atkvæði" sem hefur einungis áhrif á uppröðun frambjóðenda á listanum. Með því að haka við tiltekna frambjóðendur sem kjósenda líst best á, bætist 0,25% atkvæði við þá frambjóðendur. Listinn sjálfur fær ekki betri kosningu með fleiri auka-atkvæðum heldur hefur það einungis áhrif á uppröðun listans eins og tekið er fram hér að ofan.

3) Á bakhlið kjörseðils má setja nöfn frambjóðenda annarra lista sem einnig eru í framboði. Ef frambjóðandi er skrifaður á bakhlið kjörseðilsins fær hann eða hún "auka-atkvæði" upp á 0,25%. Það atkvæði hefur ekki áhrif á fylgi flokksins sem viðkomandi er frambjóðandi fyrir heldur einungis stöðu hans eða hennar á lista viðkomandi.

Með þessum hætti tel ég að við kjósendur eigum að geta refsað og verðlaunað einstökum frambjóðendum. Ég er ekki fylgjandi því að ganga í algjörlega opið persónukjör þar sem einstaklingar fá að bjóða sig fram hægri vinstri. Það verður ekki hægt að kynna sér öll framboðin og sú leið tryggir því engan veginn að sá "besti" eða "hæfasti" verði valinn. Sem er markmið okkar er það ekki? Flokkarnir geta einnig veitt ákveðið aðhald og getum við Íslendingar mótað okkur þá flokkastefnu sem við viljum. Því er ég fylgjandi því að hafa flokkakerfi.

Það eru að mínu mati ákveðin vonbrigði að núverandi minnihlutastjórn vinstrimanna ætli að móta sér stefnu fyrirfram í þessum málum.. á undan nefndu stjórnlagaþingi... á undan lýðræðislegri og faglegri umræðu. Það hlýtur að vera markmið að breyta til hins betra, ekki bara breyta breytinganna vegna.


mbl.is Opnað fyrir persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur styður álver á Bakka

Kolbrún á Mbl.is: „Það er búið að gera samning um Helguvík sem reyndar bíður staðfestingar í þinginu. Að mati okkar tilheyrir hann verkum fyrri ríkisstjórnar og verður því að öllum líkindum ekki breytt," segir Kolbrún Halldórsdóttir nýskipaður umhverfisráðherra. Hvað varðar álver á Bakka segir Kolbrún að þar liggi öll áform niðri.

Össur á Visir.is: Ákvæði í stjórnarsáttmála um engin ný álver hefur hvorki áhrif á álver í Helguvík né undirbúning álvers við Húsavík, að sögn iðnaðarráðherra. Í verkefnaskrá ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, í kafla um aðgerðir í þágu atvinnulífs, segir: "Engin ný áform um álver verða á dagskrá ríkisstjórnarinnar" Spurður hvort ríkisstjórnin styðji þau áform segir Össur að ríkisstjórnin styðji ekki ný áform um álver. Áform um Bakka séu hins vegar gömul áform. Það sé í gangi ákveðið samkomulag milli ríkisstjórnarinnar, Norðurþings og Alcoa og það sé í gildi. Spurður hvort orðin í stefnuyfirlýsingunni, "engin ný áform um álver verða á dagskrá ríkisstjórnarinnar," eigi hvorki við Helguvík né Bakka svarar Össur: "Já."

Það verður bara skemmtilegt að fylgjast með þessu.


mbl.is Álver í Helguvík en ekki á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum tvo varaformenn

Nú er tími endurnýjunar og breytinga á Íslandi og er Sjálfstæðisflokkurinn ekki undanskilinn í þeim efnum. Að mínu mati ber að gera tilteknar breytingar á  skipulagi flokksins. Ég vonast til að sjá mannabreytingu í þingmannahópi flokksins eftir prófkjör, nýja forystu og breytt flokksskipulag.

Það er eðlileg og augljós krafa flokksmanna að farið verði prófkjörsleiðina fyrir komandi alþingiskosningar. Gefa þarf stjórnmálaöflum tíma til að leyfa slíkum lýðræðislegum aðferðum að virka. Það var því vægast sagt fáranlegt að heyra tal tiltekinna vinstrimanna um að óþarft sé að veita sjálfstæðismönnum of mikinn tíma til að endurnýja forystu sína. Slíkt harðræðistal ber að fordæma. Stöndum vörð um lýðræðið og breytum til hins betra en ekki bara breytinganna vegna.

Nú bendir flest til þess að prófkjör verða haldin í Reykjavík og tilkynningar berast um framboð í forystu flokksins. Endurnýjunin í Sjálfstæðisflokknum er hafin. En ótengt því hvaða einstaklingar gefa kost á sér tel ég að breytt skipulag geti orðið flokknum til hagsbóta. Hingað til hefur það tíðkast að vera með einn varaformann. Hins vegar eru til dæmi hér á landi sem og erlendis um að stjórnmálasamtök kjósi sér tvo varaformenn, það er að segja 1. og 2. varaformann. Sá fyrsti er aðal staðgengill formannsins og pólitískur talsmaður flokksins út á við. Annar varaformaður fær önnur verkefni eins og til dæmis að sinna og efla innra starf flokksins. Að mínu mati getur slíkt skipulag hentað Sjálfstæðisflokknum vel og mun ég leggja fram breytingatillögu þess efnis á komandi landsfundi. 

Hvað varðar aðra þætti í flokksskipulaginu hefur verið nefnt að skýra þarf betur hlutverk og verksvið miðstjórnar og málefnanefnda. Allir virkir flokksfélagar vita af því öfluga nefndarstarfi sem fer fram í stefnumótun flokksins og ber að mínu mati að virkja það afl enn frekar og veita því skýrari umboð og hlutverk.

Það eru því fjölmörg verkefni sem sjálfstæðismenn þurfa að takast á við á næstu vikum og mánuðum, en markmiðið ætti ávallt að miða að því að virkja tengslin við grasrótina.

 
Deiglan.com, 2. febrúar 2009. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband