Engin niðurstaða.

Þetta er engin sigur. En já, sögulegar kosningar. Stjórnmálamenn í bæjarstjórn Hafnafjarðar sleppa við að taka þessa ákvörðun sjálfir og fela sig á bak við fyrirsagnir eins og til dæmis "Sögulegar kosningar" eða orð eins og "íbúalýðræði". Af hverju ekki bara koma upp kosningum reglulega og virkja íbúalýðræðið á fullu? Mánaðarlegar kosningar sem taka fyrir mál sem verða skilgreind sem: "Mál sem stjórnmálamenn þora ekki að afgreiða sjálfir" og "mál sem geta haft neikvæð áhrif á kjósendur við næstu kosningar". Eða bara sleppa yfir höfuð að hafa bæjarstjórn og koma sér yfir í fleiri sögulegar kosningar og fallegt íbúarlýðræði. Mætti bjóða Hafnfirðingum að taka að sér að vera tilraunarsveitarfélag?

En jæja.. er þá ekki bara málið að flytja álverið yfir í annað sveitarfélag, þar sem starfsemin er velkomin? Alcan nýtir sér kannski skaðabæturnar(sem ég reikna með að þeir fá) til að koma upp höfn í öðru sveitarfélagi?


mbl.is Lúðvík: Sögulegar kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hallærislegt hjá þér að setja þig á móti lýðræði sem virkar. Ákvörðun var tekin 2001 og hér er það fyrst og fremst lýðræði sem sigrar og tekur risaskref til framtíðar. - Frámunlegar aðdróttanir um tilgang bæjaryfirvalda og óskandi að svona vitleysishjal ná ekki eyrum fólks til að tálma lýðræðinu - Hver skyldi vera tilgangur manna með því? - Það er ekkert nema gott við að íbuar fái að ákveða sjálfur um stærri mál - alveg sama hver niðurstaðan er, ferlið sjálft er upplýsandi og óendanlega mikilvægt.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.4.2007 kl. 00:56

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Ef þessi ákvörðun gengur á móti meirihluta bæjarstjórnar, þá ber bæjarstjórn að segja af sér. Eins og maður gæti hugsað sér að lýðræði virkaði. En bíddu nú við... fulltrúar Samfylkingarinnar neituðu að birta skoðun sína opinberlega. Klárlega bara til að ekki "hafa ranga skoðun" á málinu, svona korter fyrir kosningar. 

Reynir Jóhannesson, 1.4.2007 kl. 01:15

3 identicon

Eftir að hafa lesið það sem þú skrifar um lýðræði hér að ofan þá datt mér í hug að fletta því orði eða hugtaki upp.  Á þessari vefsíðu http://this.is/atli/textar/lydraedi.html fann ég þetta : "Bandaríska stjórnarskráin steypir mörgum hugmyndum saman í eina heild. Þær mikilvægustu eru: a)  Kjarni lýðræðishugsjónarinnar að stjórnmál séu ekki fyrir fáeina útvalda, þau komi almenningi við og alþýða manna eigi að fá að hafa áhrif á pólitíska umræðu og ákvarðanir."  Nú grunar mig að einkum hægri sinnaðir stjórnmálaflokkar á Íslandi líti oft til Bandaríkjanna sem fyrirmyndar lýðræðisríkis.  En samkvæmt því sem ég hef lesið eftir að niðurstaðan í kosningunni liggur fyrir þá virðist einkum Sjálfstæðisfólk vera ósátt við niðurstöðuna.  Þó virðist sú aðferð sem beitt var alveg smellpassa við þessa tilvitnun í Bandarísku stjórnarskrána.  Eru hægri flokkarnir gegnir af trúnni eða haga bara seglum eftir vindi?

Jón H. Þórisson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 01:49

4 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Ég er ekki á móti íbúalýðræði almennt. Heldur er margt í þessu ákveðna máli sem ég mótmæli. Þar sem stjórnmálamenn vilja ekki lýsa skoðunum sínum opinberlega. Ég tel það vera rangt í lýðræðisþjóðfélagi, með þá fulltrúalýðræði... að þeir fá að fela sig á bak við íbúalýðræði. Ég tel það vera réttur kjósenda að fá að vera vel upplýstur, og þá sérstaklega hvað varðar skoðanir frambjóðenda í svona mikilvægum málum, í næstu bæjarstjórnakosningum.

Reynir Jóhannesson, 1.4.2007 kl. 02:04

5 Smámynd: Skafti Elíasson

hehe þetta eru fyndin skrif, maður finnur gremjuna leka úr tölvunni hjá sér en viltu ekki bara skikka stjórnmálamennina til þess að segja skoðun sína, þó að skoðun þeirra hafi ekki að segja um málið í þessu tilviki þar sem meirihluti bæjarbúa lét skoðun sína í ljós.  Já en aðalmálið, það er nú alveg agalegt að fólkið hafi fengið að velja sjálft um hvernig bæ það byggi í...skelfileg mál !

Skafti Elíasson, 1.4.2007 kl. 02:55

6 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Ég er ekki sammála því að það var rétt að lýsa ekki sinni skoðun opinberlega. Þetta gera fulltrúar Samfylkingarinnar vegna þess að núna erum við á leið inn í kosningabaráttu. Þá er nú bannað að hafa verið með "ranga skoðun" á málinu. Alltaf best að halda með sigurliðinu, er það ekki? Stjórnmálamaður sem lýsir ekki skoðunum sínum í mikilvægum málum, og kannski þeim mikilvægustu sem hann hefur komið að, er ekki spennandi stjórnmálamaður/leiðtogi. 

Reynir Jóhannesson, 1.4.2007 kl. 03:18

7 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Ég er þeirrar skoðunar að hér hafi verið um að ræða príma dæmi um velheppnaðar aðgerðir í anda íbúalýðræðis. Um var að ræða skýrt afmarkað deiluefni sem skipaði bæjarbúum í ólíkar fylkingar, þvert á flokka línur, og úr þessari deilu var leyst í kosningunum með afburða kjörsókn sem skilaði ákveðinni niðurstöðu.

Í svari þínu hér fyrir ofan segir þú m.a.: "Ég er ekki á móti íbúalýðræði almennt." Ég hlýt því að óska eftir því að þú nefnir nokkur dæmi um aðstæð'ur þar sem þú værir hlyntur því að kosningnum um einstök deilumál innan sveitarfélaga, víst að þetta var svona mikil hörmung.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 1.4.2007 kl. 05:33

8 identicon

Hvenær á þá íbúalýðræði við? Er það kannski bara þegar niðurstaðan er nokkurn veginn gefin fyrirfram? Bara ekki þegar það gæti verið tæpt á því? Auðvitað á íbúalýðræðið helst við í svona tæpum málum, annað væri bara sýndaríbúalýðræði.

Það var alltaf vitað að kosning sem þessi yrði tæp (kannski ekki alveg svona tæp) og því hefði í raun litlu máli skipt hvort bæjarstjórnin hefði gefið út skoðun sína eða ekki, hún hefði alltaf fallið í grýttan jarðveg u.þ.b. helmings bæjarbúa.

En er þetta ekki sambærilegt við yfirlýsingaleysi stjórnmálamanna almennt fyrir kosningar varðandi það með hverjum þeir vildu helst mynda stjórn með? Þar er í raun verið að spyrja "Hvernig viltu að niðurstöðurnar verði?" Þetta er bara pólitísk taktík, sama hvort menn eru í samfó, sjöllum eða vinstrum. Ekkert sérstaklega út á samfylkingarmenn að setja hér.

Að lokum má svo benda á að ef bæjarstjórnin hefði gefið út sína skoðun fyrir kosningar væri mikil hætta á að þeir hefðu litað kosninguna í þá átt. Til að gæta sem mest hlutleysis finnst mér því einmitt það rétta í stöðunni af bæjarstjórninni að gefa ekki út sína skoðun.

Kveðjur,

Ævar Þórólfsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 08:21

9 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Þakka fyrir skemmtileg komment, en til að svara ykkur báðum:

Þar sem best væri að nýta sér íbúalýðræði í sveitarfélögum, er t.d. þegar talar er um að sameina sveitarfélög eða í stórum skipulagsmálum. Þannig séð er ekkert rangt í því að kjósa um stækkun álversins, en eins og ég segi þá er ég að gagnrýna skoðunarleysið.

Dæmi um íbúalýðræði á landsvísu, þá finnst mér eðlilegt að fólk fengi að kjósa um til dæmis hvort Ísland færi inn í ESB eða ekki. Stórt mál, sem stjórnmálamenn verða að hafa skoðun á opinberlega eins og í öllum öðrum málum.

En svo má spyrja sig hvort 50,06% sé stórsigur? Ég er ekkert svo viss um það. En óska Hafnfirðingum til hamingju með flotta mætingu á kjörstað:)

Reynir Jóhannesson, 1.4.2007 kl. 09:49

10 identicon

Reynir, á hvaða forsendum á Alcan að fá skaðabætur? Var ekki verið að kjósa um að breyta skipulaginu til að koma þessari stækkun fyrir?

Gulli (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 10:41

11 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Alcan keypti lóð fyrir 300 millur af þessum skoðunarlausu stjórnmálamönnum.

Reynir Jóhannesson, 1.4.2007 kl. 11:07

12 identicon

Það er nú bara þeirra eigin spákaupmennska - ef þeir keyptu lóðina án þess að hafa leyfi eða forsendur í skipulagi til stækkunarinnar er það algjörlega þeirra klúður, vafasamt að ætla að þeir eigi einhvern rétt á skaðabótum fyrir slíkt.

Ef svo væri ættu ansi margir stórar skaðabótakröfur á m.a. Íslenska Erfðagreiningu.  

Gulli (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 11:43

13 Smámynd: Skafti Elíasson

Var lóðaumskóknin þeirra með því yfirskini að stækka álverið um helming ? ef svo er hefði ekki átt að kjósa um það þá

Skafti Elíasson, 1.4.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband