Hvirfilbylur á Íslandi?

427462ASex manns létu lífið þegar hvirfibylur lagði stóran hluta bæjarins Greensburg í Kansas í rúst í nótt. En hvað er hvirfilbylur? Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur(prófessor í veðurfræði við HÍ), hefur skrifað svar á visindavefur.hi.is.

VISINDAVEFUR.HI.IS: Hvirfilbylur eða skýstrokkur er loft sem snýst ógnarhratt í hring, líkt og iða sem myndast yfir útfalli í baðkari þegar vatnið streymir út. Í samanburði við lægðir og fellibylji eru hvirfilbyljir örsmáir og skammlífir, en vindhraðinn í þeim getur samt verið meiri. Hvirfilbyljir eru aðeins nokkur hundruð metrar í þvermál, en ferðast hæglega á annað hundrað kílómetra á 1-2 klukkustundum. Vindhraði í hvirfilbyljum getur farið yfir 100 m/s og er eyðilegging í samræmi við það. [...] Hvirfilbyljir myndast í mjög óstöðugu lofti, gjarnan í grennd við þrumuveður. Þeir tengjast miklu uppstreymi á takmörkuðu svæði. Í stað þess lofts sem streymir upp leitar loft inn að miðju uppstreymisins og við það margfaldast snúningur þess, líkt og þegar listdansari á skautum leggur hendurnar upp að líkamanum.tornado_170304

Öflugir hvirfilbyljir eru algengir á vorin í Bandaríkjunum og einnig í Ástralíu. Nýlegar rannsóknir benda til að hvirfilbyljir séu einnig algengir á Bretlandseyjum, en þar eru þeir oftast vægir. Hvirfilbyljir eru sjaldgæfir á Íslandi, og yfirleitt ekki svo ýkja öflugir þá sjaldan þeir verða. Þó eru til frásagnir frá fyrri öldum um veðurskaða sem líklega tengist hvirfilbyljum. Sagt er frá hvirfilbyljum eða skýstrokkum á Íslandi í tímaritinu Veðrinu árin 1958 og 1961.


mbl.is Hvirfilbylir bana sjö í Kansas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband