ESB bjargar ekki Þýskalandi

Neyðarlög sem veita heimild til að þjóðnýta banka? Er það ekki bara fyrir svona smáríki utan ESB sem kunna ekki á bankarekstur? Af hverju þarf þýska ríkisstjórnin að velta þessu fyrir sér...?
mbl.is Ætla að þjóðnýta banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vegna þess að hún hefur bolmagn til þess...kv

Eiríkur (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 09:44

2 identicon

Magnað hvað anti-ESB menn tala á skjön við sjálfa sig.

"Ríkin missa sjálfstæði þegar þau fara í ESB." annars vegar og "Hvar er ESB þegar þessar þrengingar ganga yfir?"

Sannleikurinn er þessi: ESB veitir eins mikinn stöðuleika og hægt er með Evrunni og með því að breyta stýrivöxtum sem hentar heildinni. Hvert ríki fyrir sig verður svo að bjarga sér sjálfstætt í peningamálum. 

Það liggur alve ljóst fyrir að Evran hefur bjargað því sem bjargað verður í ESB. Ef hún hefði ekki verið til staðar í þessum löndum væri ástandið enn alvalegra, sbr. staðan hjá okkur hér heima.

Skulum aðeins vara okkur á þessum upprhópunum gagnvart útlandinu og líta okkur nær frekar. ESB aðild í góðærinu hefði sannanlega hjálpað okkur í gegnum þessar hamfarir sem við núna göngum í gegnum hér heima. Evrópubúar kveinka sér yfir smá samdrætti en guð minn góður Evrópa er ekki á heljarþröm líkt og Ísland.

Að að vera Íslendingur í dag og hæðast að niðursveiflu í ESB er í versta falli sorglegt!  

Kv. Sigmar

Sigmar Sigmarsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 11:42

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Evrópa er ekki á heljarþröm líkt og Ísland"

Bíddu bara og sjáðu þegar afskriftir vegna fallandi fasteignaverðs í austurhluta ESB byrja að hrella bankana í vesturhlutanum sem lánuðu þangað inn í fasteignabólur mjög sambærilegar við þá íslensku. Þó að Þýskaland o.fl. hafi kannski meira bolmagn eitt og sér en "smáríki eins og Ísland", þá eru mörg "nýmarkaðsríki" í austuhlutanum (Ungverjaland, Pólland, Eystrasaltslöndin o.fl.) sem eru svo sannarlega á heljarþröm og samanlagt hafa "gömlu" ríkin ekki bolmagn til að halda þeim öllum uppi. Spánn og Ítalía eru á kafi í eigin vandræðum ig munurinn á Írlandi og Íslandi er sagður vera einn bókstafur og sex mánuðir.

Stærri massi tekur einfaldlega bara lengri tíma að hrynja, annars er þetta allsstaðar svipað. Líka vestan Atlantshafsins, ástæðan fyrir því að Evran hrynur gagnvart dollar er að nú á sér stað massífur fjármagnsflótti frá Asíu af ótta við gjaldmiðilshrun í ríkjum á borð við S-Kóreu og Singapore, en þá eykst gjarnan eftirspurn eftir Bandaríkjadollurum sem tímabundið heldur genginu uppi. Gengi dollars mótast ekki lengur af bandarískum efnahagslegum forsendum heldur alþjóðlegum markaðslögmálum og þó hann verði kannski með síðustu gjaldmiðlum til að hrynja þá er það bara vegna þess hversu ofmetinn hann er því raungengið er löngu farið.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband