Dópstuð og páskabingó Röskvu
27.3.2007 | 14:47
Það er mjög athyglisvert að skoða heimasíður Röskvu og Vöku, sem eru þau stúdentafélög sem náðu kjöri í síðustu kosningum til stúdentaráðs og háskólaráðs við Háskóla Íslands. Þar náði Röskva meirihluta í Stúdentaráði. En já, heimasíður þeirra...
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Á heimasíðu Vöku eru fréttir af ýmsu tagi sem lýsa starfsemi félagsins á hverjum tíma. Hér eru síðustu fjórar færslur á síðunni, sem er það tímabil frá því að bæði stjórnarskipti Vöku og Röskvu áttu sér stað.
26.febrúar:
Vaka fagnar því að Kaupþing styrkir prófessorsstöðu við Háskóla Íslands
5.mars:
Ný stjórn kosin á aðalfund félagsins þann 3.mars
20.mars:
Vökuliðar taka þátt í Háskólafund þar sem Rektor fagnar frumkvæði stúdenta við stofnun InnoVit. Vökuliðar stofnuðu InnoVit.
26.mars:
Nýjasta færsla félagsins er um málþingið sem Vaka er að skipuleggja(fer fram í Öskju á fimmtudag nk. kl 1315). Þar mæta fulltrúar allra stjórnmálaflokka upp í skóla til að fara nánar í málefni Háskóla Íslands fyrir kosningarnar. Frábært framtak Vökuliða. Við stúdentar verðum að vita hvar við höfum flokkana hvað varðar menntamál. Sérstaklega áhugavert að sjá sex flokka á dagskrá, Íslandshreyfingin mætir í slaginn.
Röskva, samtök félagshyggjufólks og vinstrimanna við Háskóla Íslands
Svo varðandi Röskvu. Þá mun ég gera eins og með Vöku, fara yfir síðustu fjórar færslur.
08.mars:
Ný stjórn Röskvu kjörin
14.mars:
Pöbbquiz Röskvu: Hvað veist þú um Eyþór Arnalds?
20.mars:
Pöbbquiz Röskvu: Dópstuð / Drugs / Rösquiz 21. Mars
27.mars:
Páskabingó Röskvu
Fólk má dæma sjálft þetta yfirlit. En ég segi nú bara við þá sem tóku þátt í því að gefa Röskvu meirihluta í stúdentaráði: BÍNGÓ! ;) Ég er ekki með þessari færslu að segja að Röskvan sé svona allt árið, enda vona ég að starfsemi þeirra fari á hærri plan með tímanum. Stúdentar við HÍ eiga það bara skilið. Þessi félög eru okkar hagsmunaöfl og eiga að stunda málefnalega vinnu og vernda hagsmuni stúdenta ásamt því að sækjast eftir virðingu áhrifamanna í stjórnkerfinu, til að þeir taki mark á kröfum okkar á hverjum tíma. Get ekki sagt að dóðstuð og hvað veist þú um Eyþór Arnalds gera annað en að láta menn halda það að þessi félög séu ekki annað en stór nemendafélög sem hafa sem markmið að halda sem flestar vísindaferðir.
Fyrir Röskvuliða sem eru ósatt við þessa færslu, vil ég einfaldlega benda þeim á frétt félagsins þann 13.janúar 2007 á roskva.hi.is sem segir meðal annars: Opnun nýrrar síðu er táknræn fyrir þann kraft og uppvöxt sem hefur verið í starfi Röskvu á síðasta starfsári. [...]og eflaust verður mikið um greinaskrif á síðuna því Röskvuliðar hafa mikinn metnað til þess að tryggja Röskvu meirihluta í Stúdentaráði. Með von um góða síðu og enn öflugra Stúdentaráð á næsta ári!
Bíngó!
Athugasemdir
Áhugaverð upptalning.
Það má spyrja sig hvort er betra þegar til kosninga kemur: Að vera dugleg að halda skemmtanir eða vera dugleg að sinna málefnavinnu? Því miður held ég að hið fyrra skili fleiri atkvæðum.
Harald Björnsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 15:32
Viðurkenni að það hefur kannski ekki verið mikið annað að gerast á Röskvusíðunni en tilkynningar um skemmtanaviðburði seinustu daga, það er þó allt í fullum gangi innan hreyfingarinnar og von á greinum á allra næstu dögum. Mér finnst ósanngjarnt að taka mið af akkúrat seinustu fjórum viðburðum síðanna, því ef að skoðað er aftur í tímann þá hafa miklu oftar komið tilkynningar á Röskvusíðunna seinustu vikurnar og á móti þeim 11 sem Röskva hefur birt síðan 12. febrúar þá hefur Vaka aðeins birt 5. Auðvitað er magn ekki betra en gæði, en að velja akkúrat þann tíma sem loksins eitthvað gerist á síðunni ykkar er ekki alveg sanngjarnt.
Ég vil taka það fram að ég er alls ekki að dissa Vöku síðunna, og til dæmis finnst mér Virkjum Háskólann gott framtak.
Þorbjörg Sandra Bakke, 28.3.2007 kl. 00:19
Allar heimasíður fylkinga eru mjög virkar kringum kosningar(og eftir kosningar voru þið með fullt af tilkynningum tengdar kosningum). Já, ef ég tek með fleiri færslur í þetta yfirlit hjá Röskvu, þá eru bara fleiri quiz og tilkynningar um Röskvusigur í kosningum... til dæmis er hægt að sjá það að ég sleppti 5. færslunni hjá ykkur, sem er "pöbbquiz". Þetta yfirlit fer yfir færslur nýrra stjórna félagana. Og til að vera sanngjarn, þá tók ég 4 færslur frá báðum fylkingum. Þannig séð er ný stjórn Röskvu með 4 færslur, en ný stjórn Vöku 3. En eins og þú segir "Auðvitað er magn ekki betra en gæði". Var ekki að athuga fjöldan, heldur innihaldið. Skiptir ekki máli hversu gamlar þessar tilkynningar eru. Bingó!
Reynir Jóhannesson, 28.3.2007 kl. 08:05
Heill og sæll,
Þetta er afar áhugaverð færsla hjá þér, Reynir. Ég er alveg sammála þér að Röskvusíðan er alls ekki búinn að vera nógu virk undanfarið og það er klárlega kominn tími til þess að við Röskuliðar spýtum í lófana og bætum úr því.
Það eru hins vegar eitt atriði sem vekur furðu mína. Það er erfitt að draga aðra ályktun af lestri þessarar bloggfærslu en að þú, Reynir, teljir að allt starf sem er unnið innan Röskvu birtist á heimasíðunni okkar. Ég skal fullvissa þig um það að svo er ekki. Innra starf Röskvu er fyrir löngu komið á fullt og leiðir Sölvi, nýji formaðurinn okkar, starfið að mikilli festu. Málefnavinna hefur einkum verið að dagskránni, en einnig hlutir eins og fjáröflun og að sjálfsögðu hefur eitthvað skemmtanahald verið. Það er reyndar beinlínis ótrúlegt hve virkt og öflugt starfið hefur verið frá kjöri nýrrar stjórnar og reyndar alveg frá því að úrslit kosninga til Stúdentaráðs voru ljós. Síðan okkar hefur hins vegar verið látin sitja á hakanum enda hefur það alltaf verið regla hjá Röskvu að það sé mikilvægara að starfa að heilum hug að hagsmunum stúdenta en að auglýsa hvert smáatriði sem Röskvuliðar gera í þeirri hagsmunabaráttu.
En þar sem að þú, Reynir, telur að á Röskvusíðunni birtist allt það starf sem unnið er innan Röskvu, þá hlýt ég að draga þá ályktun að þær tilkynningar og fréttir sem finna má á heimasíðu Vöku, séu öll sú virkni sem er í gangi innan Vöku. Það er erfitt að draga aðrar ályktanir af orðum þínum. Ef sú ályktun er rétt hjá mér þá verð ég að segja að mér finnst mikil deyfð yfir starfi Vöku, sú virkni sem ráða má af þessari færslu þinni, sem og heimasíðu Vöku, er ekkert voðalega mikil og þykir mér það leitt en ég vona að þetta horfi til betri vegar þegar líður á starfsár nýrrar stjórnar.
Ég vil að sjálfsögðu taka það fram að ég dreg þessar ályktanir út frá því að ég geri ráð fyrir því að þú sýnir heiðarleika í vinnubrögðum þínum. Ef þú hins vegar hefur ritað þessa bloggfærslu með það að markmiði að blekkja lesendur færslunar á ómálefnalegan hátt og hafir skrifað gegn þinni betri vitund þá horfir að sjálfsögðu öðru vísi við. Það bendir hins vegar til þess að höfundur bloggfærslunnar sé óvandur að meðulum og beiti vinnubrögðum sem eru ekki beint til fyrirmyndar.
Að lokum vil ég taka fram að það hefur alltaf verið regla hjá Röskvu að mikilvægara sé að starfa að heilum hug að hagsmunum stúdenta, frekar en að auglýsa hvert smáatriði sem Röskvuliðar hafa gert í þeirri hagsmunabaráttu. Vaka ætti e.t.v. að íhuga að temja sér þau vinnubrögð.
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 1.4.2007 kl. 04:56
Ég biðst velvirðingar á endurtekningum í svari mínu, sem og augljósum málfræði og stafsetningarvillum.
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 1.4.2007 kl. 04:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.