Ólin sett um háls þingmanna

Icesave málið fer á hraðferð í gegnum pólitíska kerfið á Íslandi. Það er nú alveg ljóst að dagurinn í dag verður þannig að ríkisstjórnin fundar núna í hádeginu og ákveður hvernig ráðherrarnir munu í sameiningu þrýsta á þingmenn, og þá sérstaklega fjárlaganefnd, til að fallast á kröfur Breta og Hollendinga.

Gamla góða hengingarólin, sem við höfum marg oft séð á þingi á undanförnum mánuðum, verður sett á þingmenn Samfylkingar og VG. Fjárlaganefnd kemur saman kl. 14:00 og afgreiðir málið og Jóhanna heldur blaðamannafund kl 16:00 þar sem hún fagnar niðurstöðu fjárlaganefndar og því óskerta lýðræði sem hér ríkir.

Mér er orðið hálf óglatt.


mbl.is Ríkisstjórnarfundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála þessu /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.10.2009 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband