Fréttamenn og gagnrýni

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur úrskurðað að Helgi Seljan og Kastljós hafi brotið alvarlega gegn siðareglum félagsins með umfjöllun sinni um veitingu ríkisborgararéttar til tengdadóttur Jónínu Bjartmarz. Fréttablaðið er með smá frétt um þetta á bls 6 í dag.

 

Ábyrgð fjölmiðla er að mínu mati jafn mikilvægt og frelsi fjölmiðla. Helgi Seljan og Kastljós nýta sér frelsið en vilja augljóslega ekki bera þá ábyrgð sem fylgir. Kastljós svarar með eftirfarandi orðum:

 

"Gera verður þá kröfu til siðanefndar Blaðamannafélagsins að hún vandi til verka þegar hún úrskurðar um verk blaðamanna, rétt eins og hún sjálf gerir kröfur til blaðamanna. Því miður virðist það ekki raunin í þessu máli"

 

Siðanefndin gagnrýnir bæði orðalag og að það hafi ekki verið aflað nægilegra upplýsinga til að gefa rétta mynd af málinu. Ég ber mesta virðingu fyrir fréttamönnum sem geta viðurkennt mistök sín og beðist afsökunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband