Færsluflokkur: Bloggar

Aflátsbréf til sölu

Er með pistil á Deiglunni í dag: Fyrir krónur 7.685,- kemst ég til himnaríkis. Ég gróðurset nokkur tré og hreinsa þar með samvisku mína. Greiði þetta með Vísakortinu eða Mastercard og get í framhaldinu lifað lífi mínu áhyggjulaus. Býður einhver betur? Nei, það efast ég um. Hvað ætlar þú að gera?

Visir.is er enn að fylgjast með málinu...

Frétt á visir.is: "Litháa á fertugsaldri er enn haldið sofandi á Landspítalanum eftir árás á heimili hans síðustu nótt. Sex samlandar hans sem grunaðir eru um að vera viðriðnir verknaðinn eru enn í haldi lögreglu. Þeir eru enn í yfirheyrslum og til greina kemur að fleiri verði handteknir í tengslum við málið."


Fréttamenn og gagnrýni

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur úrskurðað að Helgi Seljan og Kastljós hafi brotið alvarlega gegn siðareglum félagsins með umfjöllun sinni um veitingu ríkisborgararéttar til tengdadóttur Jónínu Bjartmarz. Fréttablaðið er með smá frétt um þetta á bls 6 í dag.

 

Ábyrgð fjölmiðla er að mínu mati jafn mikilvægt og frelsi fjölmiðla. Helgi Seljan og Kastljós nýta sér frelsið en vilja augljóslega ekki bera þá ábyrgð sem fylgir. Kastljós svarar með eftirfarandi orðum:

 

"Gera verður þá kröfu til siðanefndar Blaðamannafélagsins að hún vandi til verka þegar hún úrskurðar um verk blaðamanna, rétt eins og hún sjálf gerir kröfur til blaðamanna. Því miður virðist það ekki raunin í þessu máli"

 

Siðanefndin gagnrýnir bæði orðalag og að það hafi ekki verið aflað nægilegra upplýsinga til að gefa rétta mynd af málinu. Ég ber mesta virðingu fyrir fréttamönnum sem geta viðurkennt mistök sín og beðist afsökunar.


13.000 manns til starfa í verksmiðju

Greiningardeild Landsbankans í dag:

"Stór sölusamningur í Kína
Marel hefur gengið frá sölu á upplýsingakerfi til kínversks fiskvinnslufyrirtækis, Pacific Andes, og er þetta stærsti samningur sem Marel hefur gert í Kína. Kerfið verður sett upp í nýrri verksmiðju þar sem um 13.000 manns koma til með að starfa. Í kjölfar sölunnar opnar Mael skrifstofu í Kína til að veita Pacific Andes þjónustu og halda áfram markaðsstarfi í landinu."´

Ég var aðeins að velta þessu fyrir mér... 13.000 manns koma til að starfa í þessari verksmiðju? :P Þurfa nú ekki margar vélar þessir Kínverjar þegar þeir eru með 26.000 hendur í einni verksmiðju.


Fyrir þjóðhátíð í Eyjum?

180px-Tjodhatid_DSCF0401 Hvað með að fá t.d. Osta- og smjörsöluna til að sponsa leik á þjóðhátíð í Eyjum? Brekkan í dalnum er nú í fín í þetta er það ekki? Svo er alltaf grenjandi rigning og allir það ölvaðir að ekki væri erfitt að finna keppendur.
mbl.is Keppt í ostaeltingarleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsblogg...

kjulli

Næsti formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins?

Það er alveg klárt mál að þetta er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Það er ánægjulegt að ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins skuli taka forystu í umhverfismálum. Steingrímur og félagar í VG verða nú örugglega ekkert sérstaklega ánægðir með það.

formennYfir í annað. Mér finnst nú að hún Þorgerður hafi komið mjög vel út í þessu öllu, og þess vegna finnst mér þessi mynd sem ég fékk senda til mín í dag nokkuð skemmtileg:


mbl.is Íslendingar taki forustu í baráttu gegn haf- og loftmengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott fyrirsögn. Þrír Konur já..

Einhver að flýta sér að skrifa fréttir á skrifstofu Morgunblaðsins? MBL.IS:

Picture 1
....og þessu varð breytt mjög fljótlega:P  


mbl.is Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning: hversu margir lögreglumenn starfa í Aþenu?

"[...]um 15.000 lögreglumenn munu verða á vakt í Aþenu. Því munu aðeins þeir lögreglumenn sem eru ekki á vakt taka þátt í mótmælunum."

Þegar 15.000 lögreglumenn eru á vakt í Aþenu... hversu margir eru þá EKKI á vakt? :P


mbl.is Gríska lögreglan boðar til mótmæla á úrslitakvöldi Meistaradeildar Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sarkozy, dulmálslykillinn og óþekktur hermaður

Sarkozy nýr forseti í Frakklandi í dag, ný ríkisstjórn skipuð á morgun og Jacques Chirac gefur frá sér dulmálslykilinn að kjarnorkuvopnabúrinu. Margar breytingar eiga sér stað í Frakklandi nú á dögum og að mínu mati var tími kominn til þess. Gott að fá nýja leikmenn í alþjóðastjórnmálakerfinu. Ég hlakka til að fylgjast með Sarkozy og stefnu hans um að til dæmis bæta samskipti Evrópu- og Bandaríkjamanna.


mbl.is Sarkozy tekur við forsetaembættinu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband