Færsluflokkur: Bloggar
Madeleine ekki komin heim
14.5.2007 | 23:34
Martröð allra foreldra. Madeleine hvarf fyrir um það bil viku síðan í Praia Da Luz, Portúgal. Hún var ásamt tvíburasystkinum sínum sofandi í sumarhúsi fjölskyldunnar. Foreldrarnir voru að borða á veitingastað 40m frá íbúðinni og fóru reglulega inn til barnanna til að athuga hvort allt væri ekki í lagi. En einhver náði Madeleine sem svaf þarna í sakleysi sínu.
Núna er verið að yfirheyra breskan mann (sjá efstu mynd til hægri) sem gæti hugsanlegi verið mannræninginn. Maðurinn á sjálfur þriggja ára gamla stúlku og sagt er að hún eigi að vera nokkuð lík henni Madeleine. Þessi maður og kona hans eru að skilja og þurfa hugsanlega að fara með mál sitt fyrir rétti til að láta úrskurða hver eigi að fá forræði yfir barninu. Móðirin er með stúlkuna í dag.
Núna er verið að rannsaka hús mannsins sem er einungis 130 metrum frá íbúðinni sem Madeleine var í þegar henni var rænt. Einnig starfaði Bretinn með lögreglunni og fjölmiðlum í málinu sem meðal annars þýðandi. Hann er ekki handtekinn, heldur er einungis verið að skoða nýjustu spor og upplýsingar. Bretinn er þekktur meðal nágranna sinna og starfar sem fasteignasali í Praia Da Luz.
Lögreglan sem rannsakar málið er í því að fylgjast með fleiri mönnum og er alveg skiljanlegt að upplýsingar sem koma frá lögreglunni eru takmarkaðar. Alveg nauðsynlegt að leyfa lögreglunni að sinna sínu starfi í friði. Vonandi virða fjölmiðlar það.
Ekki getum við gert annað en að halda þessu máli á dagskrá og dreifa sögunni. Vonandi snýst þetta mál um peninga og að haft verði samband við foreldra hennar Madeleine. En lögreglan segist því miður ekki geta útilokað að mannræninginn hafi verið barnaníðingur.
Breti yfirheyrður í tengslum við hvarf Madeleine McCann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvirfilbylur á Íslandi?
5.5.2007 | 19:31
Sex manns létu lífið þegar hvirfibylur lagði stóran hluta bæjarins Greensburg í Kansas í rúst í nótt. En hvað er hvirfilbylur? Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur(prófessor í veðurfræði við HÍ), hefur skrifað svar á visindavefur.hi.is.
VISINDAVEFUR.HI.IS: Hvirfilbylur eða skýstrokkur er loft sem snýst ógnarhratt í hring, líkt og iða sem myndast yfir útfalli í baðkari þegar vatnið streymir út. Í samanburði við lægðir og fellibylji eru hvirfilbyljir örsmáir og skammlífir, en vindhraðinn í þeim getur samt verið meiri. Hvirfilbyljir eru aðeins nokkur hundruð metrar í þvermál, en ferðast hæglega á annað hundrað kílómetra á 1-2 klukkustundum. Vindhraði í hvirfilbyljum getur farið yfir 100 m/s og er eyðilegging í samræmi við það. [...] Hvirfilbyljir myndast í mjög óstöðugu lofti, gjarnan í grennd við þrumuveður. Þeir tengjast miklu uppstreymi á takmörkuðu svæði. Í stað þess lofts sem streymir upp leitar loft inn að miðju uppstreymisins og við það margfaldast snúningur þess, líkt og þegar listdansari á skautum leggur hendurnar upp að líkamanum.
Öflugir hvirfilbyljir eru algengir á vorin í Bandaríkjunum og einnig í Ástralíu. Nýlegar rannsóknir benda til að hvirfilbyljir séu einnig algengir á Bretlandseyjum, en þar eru þeir oftast vægir. Hvirfilbyljir eru sjaldgæfir á Íslandi, og yfirleitt ekki svo ýkja öflugir þá sjaldan þeir verða. Þó eru til frásagnir frá fyrri öldum um veðurskaða sem líklega tengist hvirfilbyljum. Sagt er frá hvirfilbyljum eða skýstrokkum á Íslandi í tímaritinu Veðrinu árin 1958 og 1961.
Hvirfilbylir bana sjö í Kansas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kosningasjónvarp eða Eurovision?
5.5.2007 | 16:35
Það ætti nú að vera áhugavert fyrir félagsvísindamenn á Íslandi að skoða nánar hegðun kjósenda á þessu kosningakvöldi. Því oft er sagt að stjórnmálaflokkar nú á dögum þurfa að keppa við allt mögulegt eins og til dæmis tölvuleiki, íþróttaatburði, almennt sjónvarp og til dæmis sérstaklega sjónvarpsefni eins og Eurovision. Þá til að ná athygli kjósenda.
Þess vegna væri kannski sniðugt að rannsaka hegðun Íslendinga á þessu kvöldi, og sjá hversu margir horfa á:
1. Kosningasjónvarpið
2. Eurovison
3. Kosningasjónvarpið og Eurovision
4. Hvorki kosningasjónvarp né Eurovision
Ég ætla mér nú að horfa á Eurovison og kosningasjónvarpið. Vonandi verður einhver kosningavaka sem sýnir bæði. :P En svo er ekkert öruggt að Ísland verði með í lokaumferð í Eurovision. Ef það endar þannig þá er nú minnsta mál að sleppa Eurovision.
Fyrsta æfingin í Helsinki í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju Qwerty lyklaborð?
26.4.2007 | 13:03
Skemmtilegur pistill sem birtist á deiglunni í gær. Það er hún Hrefna Lind Ásgeirsdóttir (hugbúnaðarverkfræðingur) sem skrifar um lyklaborðin sem við notum nú á dögum. Af hverju notum við til dæmis þetta lyklaborð sem heitir "Qwerty"?
Pistill: Hver vegna þetta lyklaborð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Undirskriftasöfnun - Vaka vill fleiri stúdentagarða
23.4.2007 | 14:12
Stúdentafélagið Vaka vekur athygli á húsnæðisvandamálum stúdenta. Hvetjum alla til að skrifa undir og látum nú í okkur heyra.
En það hefur verið mikið á dagskrá Vöku eftir kosningarnar í febrúar sl. Félagið hefur meðal annars staðið fyrir málþingi þar sem allir stjórnmálaflokkarnir tóku þátt og núna undirskriftasöfnun. Verð nú að segja að mér finnst þetta vera frekar öflugt og Vaka með einungis fólk í sjálfboðastarfi er að toppa Stúdentaráð sem leiðandi hagsmunaaðili stúdenta. Röskva er með þrjá launaða starfsmenn á skrifstofu stúdentaráðs. (Tveir í 100% starfi + lánasjóðfulltrúa í 50% starfi).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sarkozy tekur þetta!
23.4.2007 | 09:07
Fyrsta umferð í forsetakosningu Frakka:
Sarkozy: 31,1% vs. Royal: 25,8%
Francois Bayrou: 18,6%
Jean-Marie Le Pen: 10,5%
Nú hefst kosningabarátta á ný í Frakklandi og Sarkozy þarf að vera duglegur á næstu vikum. Royal er öflug og er ekki langt á eftir honum með sín 25,8%. Önnur umferð sem verður baráttan á milli Sarkozy og Royal fer fram 6. maí nk.
Kosningabaráttan hefst á ný í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki sammála
21.4.2007 | 13:14
Það á ekki að gera kröfur um að götumynd haldi sér og verði sem næst því sem var. Það er einfaldlega bara rangt að Borgin verði að fara í þessi kaup til að hraða uppbyggingu. Ef það kviknar í húsinu mínu... ætlar borgin að koma og kaupa það til að "hraða uppbyggingu"?
Það er auðvita leiðinlegt þegar svona kemur fyrir í hjarta borgarinnar, en þetta er ekkert annað en mál einkaaðila!
MBL.IS: Reykjavíkurborg vill kaupa hús sem urðu eldi að bráð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfstæðismenn mest sexý...
20.4.2007 | 10:09
Aðrir:
Steingrímur J. Sigfússon, Kolbrún Halldórsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Magnús Stefánsson og Valgerður Sverrisdóttir.
Það er föstudagur + próflestur. Þannig að pælingar um Evrópusambandið eða almenn stjórnmál verða ekki miklar í dag.
Alba og Timberlake á lista yfir stjörnur með mestan kynþokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fríverslunarviðræður Íslendinga valda skjálfta
18.4.2007 | 19:13
Þetta sýnir okkur hvernig Ísland getur hagnast verulega á því að starfa sjálfstætt og ekki láta ESB taka slíkar ákvarðanir fyrir sig. Ef Ísland væri aðili að ESB, þá væri það einfaldlega bara þannig að sambandið hefði neitað Íslendingum að fara í þessu viðskipti. Sambandið og Ísland deila ekki sömu áhyggjum eins og sést vel í þessu máli. Íslendingar vilja nýta sér tækifærin þegar þau eru til staðar... mun aðild að ESB kannski fækka tækifærum fyrir Ísland?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Brennandi heitt í Reykjavík
18.4.2007 | 16:54
"Enginn hefur verið fluttur á bráðamóttöku Landspítalans vegna reykeitrunar vegna eldsvoða í húsum í Austurstræti og Lækjargötu. Um 70 slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn og fékk Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins aðstoð frá slökkviliði Reykjanesbæjar. Ekki er vitað um upptök eldsins. Reykur frá húsunum sem brenna nær allt að stúdentagörðum Háskóla Íslands."
Já, loksins lætur sólin sjá sig og þá kviknar í borginni. Þetta er alveg svakalegt. Vonandi verða þessi mál á borði borgarstjórnar til afgreiðslu sem fyrst, núna fyrir sumarið. Ferðamenn fara fjölgandi í hverri viku og þannig séð er það mikilvægt að vera með hreina og fallega borg. Mikilvægt fyrir bæði ferðamannaiðnaðinn og okkur Íslendinga. Frekar sorglegt að missa þessi hús, enda er þetta hluti af hjarta höfuðborgarinnar. En það verður vonandi farið beint í uppbyggingu, þökkum fyrir að engin kom til skaða af þessu og að tapið er einungis eignartjón.
Þök rifin af brennandi húsum - gaskútageymslur í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)