Færsluflokkur: Bloggar
Af hverju ekki?
18.3.2007 | 18:06
Það er nú fyrst og fremst mikilvægt að við reynum að finna lausn á þessu máli. Nú vilja arabaleiðtogar starfa saman og finnst mér að ríki eins og Bandaríkin og Ísrael eigi að notfæra sér slík tækifæri. Ég bara spyr: Hvernig geta Bandaríkjamenn með stefnu sína um frið, sleppt því að viðurkenna þetta nýja ríki sem vill ekkert annað en frið?
Ísrael fékk á sínum tíma og fær ennþá stuðning frá alþjóðasamfélaginu, og finnst mér nú vera komið að því að þeir taki ábyrgð í þessari deilu og aðstoði okkur við að koma á samkomulagi. Það var sorglegt að lesa frétt á mbl.is í dag þar sem sagt var frá því að ríkisstjórn Ísraela hafnaði þeirri beiðni um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki.
Hvernig væri þetta nú ef Íslendingar fengu ekki sitt sjálfstæði? Ef við viljum ekki gefa Palestínumönnum sjálfstætt ríki, eigum við þá eitthvað frekar að viðurkenna Ísrael sem sjálfstætt ríki?
Arabaleiðtogar hvetja Bandaríkjamenn til að viðurkenna stjórn Palestínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.3.2007 kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mættur í bloggið
15.3.2007 | 19:23
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)