Færsluflokkur: Bloggar

Nær að sprengja Ísland en Íran

Ekki allir á Íslandi sem fatta djókið en alla vega, þetta er bara fyndið. 

" If we unleashed Shock and Awe in Reykjavik, we would generously compensate Iceland to the tune of, say, 275 percent of that country's $14 billion 2006 GDP — a mere trifle in our giant federal budget. Furthermore, we would build, at our expense, an exact pre-bombing replica of their pulverized city, albeit with 21stcentury American plumbing and electronics. Could any reasonable people resist such generosity?"

"American companies — such as Halliburton and Bechtel — would be given the customary sole-source federal contracts to (a) rebuild Reykjavik after the Shock and Awe show and (b) build a giant subterranean bomb shelter in the mountain range south of Reykjavik before the show, to shield Iceland's population and art treasures from the exploding ordnance our bombers and ships would deliver."

"So there you have it. By doing Iran, we might just embarrass ourselves once more, as we have by doing Iraq. Why take that chance? A debt-financed bombing of Iceland would (1) modernize that country, (2) (2) create wealth in our economy, (3) demonstrate our military might abroad and (4) be cheaper. It's win-win-win all around."

Þessi maður er prófessor í stjórnmálahagfræði.


mbl.is Nær að sprengja Ísland en Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsingabrella ársins?

Mætti halda að það væri 1.apríl í dag. En neinei, Íranar eru bara snillingar í markaðsmálum. Sælgæti, blómavasa og kampavín. Þeir voru einnig allir í fínustu jakkafötum og brosandi.

Ahmadinejad [1 - 0] Bush/Blair 

Ahmadinejad sendir kannski fréttatilkynningu seinna í dag með fyrirsögninni: "Blair: Tekinn!!" eða "Face!!"

Sjóliðarnir komnir heim með vasa og sælgæti frá Ahmadinejad


Erum við alþjóðleg?

Forstjóri OMX Nordic Exchange á Íslandi, Þórður Friðjófsson, mætti til okkar í tíma fyrir uþb 2 vikum síðan. Námskeiðið heitir -Alþjóðavæðing og stjórnmál alþjóðahagkerfisins-. Ég spurði þar hvort Íslendingar fá þessa eftirsóttu athygli alþjóðasamfélagsins/fjárfesta. Við erum auðvitað nafli alheimsins þegar við Íslendingar tölum um aðra Íslendinga eða bara starfsemi tengd landinu. En hvernig er þetta í raun og veru, erum við að verða stór?

Þórður svaraði með því að benda á sjálfstraust Íslendinga. Hann sagði: -við erum öðruvísi. Til dæmis förum við beint í stór alþjóðleg fyrirtæki með hugmyndir, kynningar og framtíðarsýn. Það er ekki beðið eða óttast neitt. Þetta er hluti af því sem gerir íslenska fjárfestingaaðila sterka. Sjáum góð tækifæri, og reynum að nýta þau eins og við getum. Þetta skilar árangri-. Það er auðvitað áhætta í því að fara í útrás og fjárfesta í hitt og þetta. En það er líka áhætta falin í því að standa aðgerðalaus, bætti Þórður við. Við erum nú vonandi flest sammála um það, að sá sem tekur ekki áhættu getur ekki krafist þess að upplifa hagvöxt.

Kauðhöllin er að þróast í rétta átt, og erum við að undirbúa okkur fyrir framtíðina! Til hamingju!


mbl.is Alþjóðleg kauphöll á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1. apríl 2007

Morgunblaðið: http://www.mbl.is/mm/frettir/popup/gagnvirkt_blogg.html

Einhver sem veit hvað t.d. Fréttablaðið eða aðrir fjölmiðlar voru með?

Víðar Ragnarsson bloggar um 100 bestu 1. apríl göbbin

Nokkur dæmi:

•6. Amerísk útvarpsstöð 1992. Richard Nixon ætlaði að bjóða sig aftur fram sem forseti Bandaríkjanna. Slagoðið hans var: "Ég gerði ekkert rangt og ég skal ekki gera það aftur".

•8. Burger King 1998. Heilsíðuauglýsingar um nýja - Left-handed Whopper, Sérstaklega gerður fyrir 32 milljónir örvhenta í Bandaríkjunum.

•10. BBC Radio 1976. Sjaldgæft geimfræðilegt atvik átti að hafa augnabliks áhrif á aðdráttarafl jarðar. Með því að hoppa á réttum tíma ættu hlustendur að geta svifið um í loftinu í dálitla stund. Hundruðir hlustenda hringdu inn og sögðust hafa svifið...


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dópstuð og páskabingó Röskvu

Það er mjög athyglisvert að skoða heimasíður Röskvu og Vöku, sem eru þau stúdentafélög sem náðu kjöri í síðustu kosningum til stúdentaráðs og háskólaráðs við Háskóla Íslands. Þar náði Röskva meirihluta í Stúdentaráði. En já, heimasíður þeirra...

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Á heimasíðu Vöku eru fréttir af ýmsu tagi sem lýsa starfsemi félagsins á hverjum tíma. Hér eru síðustu fjórar færslur á síðunni, sem er það tímabil frá því að bæði stjórnarskipti Vöku og Röskvu áttu sér stað.

26.febrúar:
Vaka fagnar því að Kaupþing styrkir prófessorsstöðu við Háskóla Íslands
5.mars:
Ný stjórn kosin á aðalfund félagsins þann 3.mars
20.mars:
Vökuliðar taka þátt í Háskólafund þar sem Rektor fagnar frumkvæði stúdenta við stofnun InnoVit. Vökuliðar stofnuðu InnoVit.
26.mars:
Nýjasta færsla félagsins er um málþingið sem Vaka er að skipuleggja(fer fram í Öskju á fimmtudag nk. kl 1315). Þar mæta fulltrúar allra stjórnmálaflokka upp í skóla til að fara nánar í málefni Háskóla Íslands fyrir kosningarnar. Frábært framtak Vökuliða. Við stúdentar verðum að vita hvar við höfum flokkana hvað varðar menntamál. Sérstaklega áhugavert að sjá sex flokka á dagskrá, Íslandshreyfingin mætir í slaginn.

Röskva, samtök félagshyggjufólks og vinstrimanna við Háskóla Íslands
Svo varðandi Röskvu. Þá mun ég gera eins og með Vöku, fara yfir síðustu fjórar færslur.

08.mars:
Ný stjórn Röskvu kjörin
14.mars:
Pöbbquiz Röskvu: Hvað veist þú um Eyþór Arnalds?
20.mars:
Pöbbquiz Röskvu: Dópstuð / Drugs / Rösquiz 21. Mars
27.mars:
Páskabingó Röskvu

Fólk má dæma sjálft þetta yfirlit. En ég segi nú bara við þá sem tóku þátt í því að gefa Röskvu meirihluta í stúdentaráði: BÍNGÓ! ;) Ég er ekki með þessari færslu að segja að Röskvan sé svona allt árið, enda vona ég að starfsemi þeirra fari á hærri plan með tímanum. Stúdentar við HÍ eiga það bara skilið. Þessi félög eru okkar hagsmunaöfl og eiga að stunda málefnalega vinnu og vernda hagsmuni stúdenta ásamt því að sækjast eftir virðingu áhrifamanna í stjórnkerfinu, til að þeir taki mark á kröfum okkar á hverjum tíma. Get ekki sagt að “dóðstuð” og “hvað veist þú um Eyþór Arnalds” gera annað en að láta menn halda það að þessi félög séu ekki annað en stór nemendafélög sem hafa sem markmið að halda sem flestar vísindaferðir.

Fyrir Röskvuliða sem eru ósatt við þessa færslu, vil ég einfaldlega benda þeim á frétt félagsins þann 13.janúar 2007 á roskva.hi.is sem segir meðal annars: “Opnun nýrrar síðu er táknræn fyrir þann kraft og uppvöxt sem hefur verið í starfi Röskvu á síðasta starfsári. [...]og eflaust verður mikið um greinaskrif á síðuna því Röskvuliðar hafa mikinn metnað til þess að tryggja Röskvu meirihluta í Stúdentaráði. Með von um góða síðu og enn öflugra Stúdentaráð á næsta ári!”

Bíngó!

 


Málþing: Virkjum Háskólann

Fulltrúar stjórnmálaflokkana kynna stefnu sína í málefnum Háskólans fyrir komandi kosningar Hvað eiga stúdentar að kjósa? Komdu og fáðu svarið á málþingi Vöku. Málþing Vöku, 29. mars 2007

Mistök vinstrimanna leiðrétt

Er með pistil á deiglunni í dag

Niðurgreiðsla langtímaskulda er ein þeirra aðgerða sem við eigum vinna í á hagvaxtar árum og með því búa vel í haginn fyrir næstu kynslóðir Reykjavíkurborgarinnar. Ekki viljum við kalla yfir okkur áframhaldandi útjaldaþennslu og óstjórn í fjármálum, eins og tíðkaðist á tímum R-listans í borginni, þetta ber að hafa í huga í aðdraganda Alþingiskosninganna. Vinstristjórn er og verður vinstristjórn.

Pistill: Mistök vinstrimanna leiðrétt (www.deiglan.com


iRack

Þetta er nú bara fyndið: http://www.youtube.com/watch?v=KM_MkWgbt3k


Norðmenn aflétta viðskiptabann

Ég er af þeirri skoðun að viðskipti geta gert margt gott til að leysa deilur. Þannig séð er ég mjög sáttur þegar ég les þessa frétt um að norðmenn hafa fyrstir Evrópuþjóða aflétt viðskiptabanni á heimastjórn Palestínumanna. Þessi vinstristjórn í noregi virðist þá geta gert eitthvað rétt... :P
mbl.is Norðmenn aflétta viðskiptabanni á heimastjórn Palestínumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsvinum fer fjölgandi

Josh Groban, Toto, GusGus, Lay Low, Sir Cliff Richard og Deep Purple. Hvað eiga þau öll sameiginlegt?

 Er með smá menningarpistil á deiglunni í dag.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband