Hussein "Hoder" Derakhshan

hossein_derakhshan

Íransk- kanadíski bloggarinn, Hussein Derakhshan, snýr aftur heim til Íran og hefur verið handtekinn. Ekki er vitað fyrir hvað, en líklegast tengist það skrifum hans. Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál en alls ekkert einsdæmi í heiminum. Fjöldi manns hefur reynt að nota veraldarvefinn til að stofna eigin fjölmiðil og komast hjá ritskoðun stjórnvalda, og það oft undir dulnefni. Bloggarinn sem hér er um að ræða er hins vegar óhræddur við að tjá sig undir eigin nafni en er samt sem áður betur þekktur sem "Hoder" (bloggnafn). Hussein "Hoder" Derakhshan hefur meðal annars starfað sem blaðamaður í Kanada.

 

Þar sem tjáningarfrelsið er skert eru margir bloggarar nafnlausir á sínum bloggum. Sú leið er meðal annars farin til að komast hjá handtöku. Oft nota konur sér þessa leið þar sem í sumum löndum mega þær ekki eiga blogg eða bara tjá sig opinberlega yfir höfuð.

 

Ljóst er að með þróun hugbúnaðar og ýmissar tækni sem stuðlar að útbreiðslu bloggsíðna í heiminum munu sífellt

Mehdi_Khalaji

 fleiri lenda í svipuðum vandamálum þar sem enn er að finna fjölda ríkja sem takmarka tjáningafrelsi verulega. Bloggarar eru handteknir, sektaðir o.s.frv.

 

Að mínu mati er rétt að veita eins mörgum og hægt er tækifæri til þess að tjá sig á veraldarvefnum með til dæmis

 eigin bloggi. Hins vegar virðist vera nauðsynlegt að leggja þeim bloggurum til aðstoð þegar vandamál sem þessi koma upp. Spurning hvað við Íslendingar getum gert í þeim málum?

 

Hér er að finna tilkynningu mannréttindahóps í Íran í tengslum við handtöku bloggarans:

http://www.iranhumanrights.org/themes/news/single-news/article/controversial-bloggers-detention-confirmed.html

 

Hussein Derakhshan hefur áður átt í deilum við Mehdi Khalaji, einn af ráðgjöfum Ali Khamenei: http://en.wikipedia.org/wiki/Mehdi_Khalaji


mbl.is Íranskur bloggari handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband