Lestardraumar II

Lestardraumar

Samúel T. Pétursson birti áhugaverðan pistil á Deiglunni í dag. Þar segir hann meðal annars:

Það er ekki ósennilegt að í hugum margra séu lestarsamgöngur eitt af þeim göfugu endamarkmiðum sem hver borg þarf að marka sér til að komast á kortið sem borg meðal borga. Ekki síst nú á tímum umhverfisvitundar og hundrað dollara olíutunnu. Það er sennilega með þessa hugsun í farteskinu sem nokkrir alþingismenn hafa lagt fram þingsályktun þess efnis að skoðuð verði hagkvæmni þess að byggja lestarspor milli Reykjavíkur og Keflavíkurvallar annars vegar, og byggja upp léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu hins vegar. [...] En ný úttekt á lestarsamgöngum sem slíkum er óþörf. Gerð var sambærileg úttekt og þingsályktunin leggur til fyrir réttum fjórum árum síðan. Úttektin var unnin af verkfræðistofunni VSÓ að beiðni OR undir stjórn Alfreðs Þorsteinssonar, þáverandi stjórnarformanns. Niðurstaða úttektarinnar kom fáum á óvart. Ekki síst sérfræðiaðilum. Kostnaður, bæði stofn- og rekstrarkostnaður, var óheyrilega hár, og ávinningurinn mjög takmarkaður. Stofnkostnaður léttlestakerfis var t.a.m. áætlaður milli 20 og 30 milljarðar (líklega 30-40 á núverandi verðlagi), myndi einungis þjóna um þriðjungi af íbúum Reykjavíkur og tekjur af fargjöldum tæplega ná inn fyrir rekstargjöldum.

Nauðsynlegt er að benda á hversu fáránlegt það væri að fara í þessar framkvæmdir. Eins og vitað er þá eru lestarsamgöngur niðurgreiddar, til dæmis í Skandinavíu (þótt mig gruni að flest allar lestar séu niðurgreiddar til að halda verði niðri í samkeppni við einkabílinn). Höfuðborgarsvæði þar eru mun fjölmennari heldur en höfuðborgarsvæðið hér á Íslandi og því er alveg augljóst að ef við færum að koma upp einhverju lestarkerfi hér þá yrði slíkt að vera niðurgreitt til að einhver sæi sér hag í því að nota samgönguformið...

Og hversu oft kvarta ekki Íslendingar yfir sjónmengun? Vita menn ekki hversu mikil sjónmengun fylgir því að vera með lest? Hér eru tvö dæmi frá Svíþjóð (og hér er hægt að skoða "trikken" í Osló):

Lestarstöð í Svíþjóð Dansbo

 


mbl.is Borgarráð skoðar hagkvæmni lesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegar upplýsingar II

Ættfræðingar hafa lagst yfir ættartölur frambjóðendanna sem sækjast eftir að verða forseti Bandaríkjanna.

Ætli Obama verði boðið á næsta ættarmót með Bush? Og Hillary Clinton í afmæli Angelinu Jolie? Svo birti íslenskur bloggari, Ómar Friðleifsson, eftirfarandi mynd í gær undir fyrsögninni Og svona líta þau út skyldmennin soðin saman (þessi mynd er nú bara algjör snilld):

Clinton og Obama soðin saman

 

En það er alveg ótrúlegt hversu mikla athygli þessi frétt fær. Birt á forsíðu mbl.is í gær og aftur í dag með Reuters myndbandi.


mbl.is Frægt frændfólk frambjóðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband