Bein kosning borgartjóra á 21. öld

Ég skrifaði eftirfarandi á Deiglunni í febrúar: 

Kjarni umræðunnar ætti vitaskuld að vera hin tíðu borgarstjóraskipti á undanförnum árum og slæmar afleiðingar þeirra fyrir hag borgarinnar. Í umræðunni hefur hins vegar lítið farið fyrir hugmyndum að lausnum. Að mínu mati ættu Reykvíkingar að eiga þess kost að kjósa sér leiðtoga þvert á flokkspólitík. Slíkt gæti tryggt meiri stöðugleika embættisins en það virðist nauðsynlegt á nýjum tímum stjórnmála höfuðborgarinnar. [...] Tíð borgarstjóraskipti vinstrimanna á umliðnum árum undirstrika þetta (Ingibjörg – Þórólfur – Steinunn – Dagur). Það er kominn tími til að þessum útskiptingum linni og að embætti borgarstjóra öðlist aftur sinn fyrri virðuleika. Til þess að svo verði má þetta embætti ekki verða sífellt bitbein kosningabandalaga og hrossakaupa milli flokka.

Nú má bæta við Ólafi F. og hugsanlega Vilhjálmi seinna á kjörtímabilinu. Treystum kjósendum í Reykjavík fyrir vali á þeirra eigin borgarstjóra.


mbl.is Aldarafmæli embættis borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband