Ólin sett um háls þingmanna

Icesave málið fer á hraðferð í gegnum pólitíska kerfið á Íslandi. Það er nú alveg ljóst að dagurinn í dag verður þannig að ríkisstjórnin fundar núna í hádeginu og ákveður hvernig ráðherrarnir munu í sameiningu þrýsta á þingmenn, og þá sérstaklega fjárlaganefnd, til að fallast á kröfur Breta og Hollendinga.

Gamla góða hengingarólin, sem við höfum marg oft séð á þingi á undanförnum mánuðum, verður sett á þingmenn Samfylkingar og VG. Fjárlaganefnd kemur saman kl. 14:00 og afgreiðir málið og Jóhanna heldur blaðamannafund kl 16:00 þar sem hún fagnar niðurstöðu fjárlaganefndar og því óskerta lýðræði sem hér ríkir.

Mér er orðið hálf óglatt.


mbl.is Ríkisstjórnarfundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstristjórnin segir af sér

Nú hefur framkvæmdavaldið á Íslandi lofað Bretum og Hollendingum að taka aftur þátt í að kúga Alþingi Íslendinga til að breyta fyrirvörum við ríkisábyrgð í Icesave-málinu. Á næstu dögum munu ráðherrar Íslands tjá sig í íslenskum fjölmiðlum og segja alls konar sögur um hvað muni gerast ef Alþingi samþykki ekki breytingarnar. Ísland verði Kúba norðursins o.s.frv. Við höfum öll heyrt þessar sögur.

Einungis átti að bjóða Bretum og Hollendingum þessa ríkisábyrgð ef þeir samþykktu fyrirvara Alþingis. Þetta var ekki eitthvað sniðugt "trix" í samningatækni þar sem við skutum hátt og ætluðum svo að semja niður og þar með sætta okkur við lakari niðurstöðu í næstu lotu samningaviðræðna. Fyrirvararnir voru það sem Alþingi taldi sig geta staðið við. Hvernig á t.d. hið umtalaða lánshæfismat Íslands að batna ef við fáum verri samninga en fyrirhugað var og hugsanlega samninga sem við getum ekki staðið við?

Það átti bara að kynna fyrirvarana í Bretlandi og Hollandi og segja: take it or leave it!

Alþingi veitti ekki framkvæmdavaldinu (ríkisstjórninni) frekara samningsumboð. Ég bíð því eftir að sjá fyrirsögn bloggfærslu minnar á Mbl.is! Vinstristjórnin er versta stjórn sem starfað hefur fyrir íslenska lýðveldið frá upphafi!


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband