Ekki stjórnarskrárbrot ef um „topp" mann er að ræða
27.2.2009 | 21:03
Með ráðningu seðlabankastjóra hefur verið framið stjórnarskrárbrot að mati Sigurðar Líndal lagaprófessors samanber viðtal við hann í Fréttablaðinu í dag. Þar kemur fram að stjórnarskrá íslenska lýðveldisins bannar skipun embættismanna hér á landi sem ekki eru með íslenskan ríkisborgararétt.
Aðspurð í fréttatíma RÚV nú í kvöld sagði forsætisráðherra að þessi skipan væri réttmæt þar sem um topp" mann væri að ræða. Í fréttum hefur einnig komið fram að þessi Norðmaður er rótgróinn flokksmaður í norska Verkamannaflokknum og var meðal annars aðstoðarfjármálaráðherra þess flokks um skeið. Það að Jens Stoltenberg, flokksbróðir nýja seðlabankastjóra Íslands, skyldi gera sér ferð og heimsækja hann í seðlabankann í dag undirstrikar vitaskuld hversu ópólitískur maðurinn hlýtur að vera, eða hvað?
Í þessu máli eru fagleg sjónarmið alls ráðandi eins og í öðrum ráðningum þessarar ríkisstjórnar til opinberra starfa. Til dæmis vekur hin faglega skipan Svarars Gestssonar, sendiherra og fyrrv. formanns Alþýðubandalagsins, sem formanns samninganefndar um IceSave-reikningana sérstaka athygli. Þótt Steingrímur hafi ekki verið spurður út í þessa skipan sérstaklega þá er hér örugglega líka um topp" mann að ræða. Að vísu kom fram hjá fjármálaráðherra í kvöldfréttum í gær að hann væri miður sín yfir því að Svavar skuli ekki vera kona, enda komast fáar konur að þegar fjármálaráðherra er í ráðningarham.
![]() |
Þarf að skoða málið betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svein og Jens í Seðlabankanum
27.2.2009 | 15:14
Norska "samfylkingin" mætt til starfa á Íslandi. Markmið: koma Íslandi inn í Evrópusambandið
Norðmennirnir plotta saman í seðlabankanum. Ég nenni nú ekki að eyða of mörgum orðum í þetta mál. Kannski finnst fólki þetta vera ómerkilegt mál... en þetta er samt frekar sérstakt. Nýr norskur seðlabankastjóri... og Jens forsætisráðherra Noregs mættur á fyrsta starfsdegi.
Var ekki einhver spámaður að segja um daginn að Ísland mun enda sem ríki í Bandaríkjunum og að Barack Obama verði þá forseti Íslands?
Kannski endum við bara sem fylki í Noregi. :P
![]() |
Stoltenberg fyrsti gestur seðlabankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |