Aldrei Ingibjörgu að kenna

Ingibjörg Sólrún sagði að hún hefði ekki, frekar en aðrir, búist við því að kerfishrun eins og varð hér gæti orðið að veruleika.

 

Nú þarf Ingibjörg að útskýra. Ef hún segir við okkur núna að hún hafi ekki, frekar en aðrir, búist við þessu...? Hvað þýðir það? Hún skammar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið fyrir að hafa ekki brugðist við tilmælum frá ríkisstjórninni með nógu miklum krafti. En af hverju ættu stjórntæki ríkisstjórnarinnar að bregðast við með slíkum krafti ef afstaða stjórnarinnar var sú að kerfishrun væri frekar ólíklegt?

Má þá spyrja hvort Ingibjörg hafi ekki brugðist við með nógu miklum krafti? Stjórnmálamenn eru snillingar í að koma ábyrgð og sök yfir á aðra.


mbl.is IMF varaði við í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur fór beint á fésið

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi, tilkynnir framboð sitt til varaformanns Samfylkingarinnar á Fésbókinni (e. Facebook). Hvað finnst samfylkingarmönnum um Dag B. sem varaformann og Jón Baldvin sem formann? Ætlar Dagur B. ekkert á þing? Hér með færslunni er mynd af hugsanlegri forystu Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar í apríl. Er ekki pláss fyrir konur þegar kemur að endurnýjun forystu þessa ágæta flokks? Ingibjörg og Jóhanna eru ekki tákn endurnýjunar. Þær eiga að hleypa næstu kynslóð samfylkingarkvenna að borðinu.
mbl.is Dagur í varaformanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað var gert?

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telur allar vísbendingar vera í þá átt að verðbólga og vextir lækki hratt á næstu mánuðum. 

Jæja, Steingrímur. Hvað var það nákvæmlega sem ríkisstjórn þín gerði til að ná verðbólgunni niður sem gefur okkur tækifæri til að lækka vexti?
mbl.is Vextir fara að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband