Leiðinda vinnubrögð vinstristjórnar
24.4.2009 | 23:15
Það er ekkert samkomulag í höfn við Vinstri hreyfinguna grænt framboð um Evrópusambandsaðild. Fyrsta verk í stjórnarmyndunarviðræðum, fáum við til þess styrk, verður hins vegar að ræða það mál, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar á Stöð 2. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG sagði í sama þætti; Við teljum ekki hægt að ganga í ESB og hingað til höfum við verið talin stefnufastur flokkur.
Ég gefst upp á þessu liði... þetta ætlar engan endi að taka hjá þeim. Það á greinilega ekki að gefa kjósendum skýr svör heldur á að ræða málin EFTIR kosningar?!?! Hvernig ætli þetta lið væri ef það væri í stjórnarandstöðuhlutverkinu í dag?
![]() |
Ekkert samkomulag um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.4.2009 kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Af steingrímum og blekkingum
24.4.2009 | 20:24
Formaður Framsóknarflokksins talar um leyniskýrslu um slæma stöðu íslensku bankanna. Steingrímur Joð segist ekki hafa aðgang að skýrslunni og hefur því ekki lesið hana. Samt hafnar hann innihaldi hennar. Hvernig er það hægt? Jóhanna og Steingrímur reyna nú í sjónvarpinu að snúa umræðunni við... þau vilja fá svör við því hvar Sigmundur Davíð fékk þessar upplýsingar sem hann talar um. Af hverju vilja þau ekki ræða stöðu mála? Er það vegna þess að vinstristjórnin hefur ekki gert neitt af viti í efnahagsmálum?
Steingrímur segist ætla að kynna þessa skýrslu eins fljótt og hægt er = eftir kosningar.
Þessi orð Steingríms er með því lélegara sem ég hef heyrt lengi og ætti hann að skammast sín fyrir að víkja frá fyrri loforðum um að leggja öll spilin á borðið. Þetta er ekkert annað en blekkingar korter fyrir kosningar.
Steingrímur stóð sig illa í sjónvarpinu í kvöld og hann á bara heima í stjórnarandstöðu á þingi. Hann er lélegur í stjórn - strax farinn að stunda kosningasvik. Ég held að flestir hafa fengið meira en nóg af blekkingum og leyniskýrslum... Steingrímur skynjar það kannski ekki lengur þar sem hann er valdhafinn í þessari umræðu.
Vinstristjórnin ætlar ekki að sýna sitt rétta andlit fyrr en eftir kosningar.
![]() |
Samfylkingin enn stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
VG eða Samfylking að trufla ESB?
24.4.2009 | 17:39
Annar stjórnarflokkurinn? Ég trúi því nú varla að Samfylkingin sé að trufla ESB.
Annar stjórnarflokkurinn á Íslandi kom í dag í veg fyrir að aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins, auk ESB-ríkjanna eru það Ísland, Noregur og Liechtenstein, samþykktu ný lög frá Brussel um starfsemi á sviði þjónustu, þjónustutilskipunina svokölluðu, að sögn vefsíðu Dagbladet í Noregi. ... stjórnvöld á Íslandi hafi sagt nei, þau hafi viljað bíða eftir niðurstöðu Alþingiskosninganna á morgun.
En ekki skil ég af hverju niðurstaða Alþingiskosninga ætti hér að skipta einhverju máli? Getur ekki fréttamaðurinn hringt í Jóhönnu eða Steingrím og spurt af hverju þetta fór svona? Fréttin um þetta mál á Eyjunni er nú eitthvað betri en þessi á mbl, útskýrir málið betur: Fréttin á Eyjunni
Og talandi um áhrif Íslands innan ESB... hér er sagt að Íslandi hafi komið í veg fyrir þessi lög, en að:
- það hefur engar raunverulegar afleiðingar. Lögin taka gildi í árslok 2009.
- samþykkt ríkisstjórnar er talin formsatriði.
Glæsileg áhrif eða hvað?
![]() |
Frestuðu samþykkt á ESB-lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisflokkurinn
24.4.2009 | 16:01