Íslenska leiðin

 Jæja, þá fer þetta að skýrast. Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, hafði rétt fyrir sér og Steingrímur Joð ætti að segja af sér. Fyrir kjördag var Sigmundur Davíð sagður vera óábyrgur... en í ljós kom að það var Steingrímur J. Sigfússon sem laug í beinni um að staðan væri alls ekki svo slæm. Nú skilur maður af hverju skýrslur um fjármál eru læstar inni í leyniherbergjum - þetta er frekar óþægilegt fyrir Steingrím og því best að forðast upplýsta umræðu.

En hér í þessari frétt á mbl.is segir:

Tæplega 40 prósent af eignum nýju bankanna þriggja voru flokkuð sem slæm lán í minnisblaði ráðgjafarfyrirtækisins Oliver Wyman frá því í janúar.

Í minnisblaði Wymans, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, segir orðrétt: „núverandi staða Íslands er verri en nokkur kreppa sem einstök þjóð hefur þolað síðan í kreppunni miklu“. Því er það mat fyrirtækisins að íslenska bankakreppan sé sú alvarlegasta sem hafi hent þjóðríki í tæp 80 ár.

Máli sínu til stuðnings ber Wyman áætlað hlutfall slæmra lána í nýju íslensku bönkunum saman við kreppur í Taílandi (33 prósent), Kóreu (18 prósent), Svíþjóð (18 prósent) og Noregi (níu prósent) sem öll gengu í gegnum miklar bankakreppur á síðustu tveimur áratugum.

Já, við erum kannski ágætlega "skrúd" ef svo má til orða taka. Hins vegar veltir maður fyrir sér hvort þessi sérhannaða "íslenska leið" út úr kreppunni miklu sé sú rétta:

Hafa stýrivexti á bilinu 15,5 til 18% og fá risa-lán hjá AGS/IMF sem við munum ekki nota til að styðja við gjaldmiðilinn sem við viljum ekki eiga.


mbl.is Um 40 prósent lána slæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband