It's true - and it's not over!
12.5.2009 | 22:32
Uppfærsla: Samkvæmt ábendingu frá frænda mínum er orðið á götunni að atkvæði Gordons Brown hafi ráðið úrslitum fyrir Ísland í kvöld! :)
Ég er nokkuð viss um að fjöldi Íslendinga hefur fagnað því þegar fáni okkar birtist í síðasta umslaginu í Moskvu fyrr í kvöld. Hér hjá okkur var að minnsta kosti mikil spenna og jafnvel hundurinn virðist hafa áttað sig á þessum gleðifréttum. Loksins berast jákvæðar fréttir af Íslandi erlendis frá. Jóhanna stóð sig alveg frábærlega og það hefði verið alveg glatað ef hún væri ekki meðal 10 efstu í kvöld.
Hins vegar verð ég að segja að kynnarnir voru... hvernig á ég að orða þetta... lélegir. Brandarar þeirra voru oftar en ekki vandræðalegir eða að minnsta kosti nokkuð langt frá því að vera fyndnir. En kannski er það bara hluti af Eurovision pakkanum? :-/
![]() |
Ísland komið áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ánægður með ráðherra utan þings
12.5.2009 | 15:46
Ég skil vel af hverju Steingrímur og Jóhanna halda fast í Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, sem er ráðherra utan þings. Hún virðist sinna starfi sínu í ráðuneytinu vel og er að mínu mati málefnaleg, yfirveguð og kurteis þegar hún kemur fram í fjölmiðlum. Vonandi mun það tíðkast áfram í framtíðinni að öflugu fólki utan þings verði boðið ráðherraembætti.
Í viðtali á Mbl.is segir Ranga: Það sem að ég hef gert er að setja af stað vinnu til að skoða málsmeðferð í þessu hælisleitendamálum
Hæstvirtur dómsmálaráðherra þarf svo að muna að gleyma ekki málinu eða þessari vinnu sem hún setti af stað. Ráðherrar reyna oft að svara með þessum hætti eða segjast hafa sett málið "í nefnd". En þegar fjölmiðlar ljúka umfjöllun sinni um málið er hætta á að þau "hverfi", "týnist" í kerfinu eða dragist óeðlilega á langinn.
![]() |
Látum ekki undan þrýstingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)