Nýjan spítala? Hvar?

LÓÐ LSHÁ myndinni sést staðsetning nýja LSH miðað við þær áætlanir sem eru á vef verkefnisins. Nú þarf að taka ákvörðun um að finna nýja lóð fyrir LSH, lóð þar sem LSH getur fengið nægilegt landrými til 100 ára. Vonandi mun Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, átta sig á þessu.

Að hafa stærstu heilbrigðisstofnun landsins í 101 Reykjavík var kannski ekki vandamál á síðustu öld, enda þá upphaflega í útjaðri íbúabyggðar. Aðstæður eru allt aðrar í dag, og hugsanlega væri tími til kominn að þessi stofnun færi aftur í útjaðar Reykjavíkur.

Þegar við þróum stærstu heilbrigðisstofnun landsins, þá verður að vera nægilegt landsvæði fyrir áframhaldandi þróun eftir þörfum sjúkrahússins og kröfum landsmanna á hverjum tíma. Það er þess vegna fráleitt að hafa ákveðið að þróa LSH í 101 Reykjavík. Í miðborg borgarinnar, dýrustu lóðirnar og flóknasta umferðaumhverfi. Það er mikilvægt að við getum þróað LSH alla þessa öld, því miklar breytingar verða á okkar samfélagi með bæði fólksfjölgun, breyttum kringumstæðum og nýjum kröfum sem verða til. Einnig verðum við að taka tillit til fólksdreifingarinnar. Ekki stækkar Reykjavík innávið heldur útávið.


mbl.is Vill af stað með nýjan spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband