Ef þjóðin hafnar ESB aðild

Vinstri grænir gera ráð fyrir því að þjóðin muni hafna aðild að Evrópusambandinu (orð formanns VG í fréttum í kvöld). Nú þurfa stjórnarflokkarnir að gefa út "plan B". Það er að segja ef "plan A = ESB aðild" klikkar.

Einnig eiga allir aðrir stjórnmálaflokkar að birta sínar áætlanir. Nauðsynlegt fyrir okkur kjósendur að vita hvað stjórnmálaflokkarnir vilja gera... stutt í næstu alþingiskosningar (ekki séns að þetta kjörtímabil endist í 4 ár) :P


AGS og stýrivextir

Þegar samningurinn við AGS var undirritaður voru stýrivextir hækkaðir verulega.... af hverju er þá ekki hægt að LÆKKA stýrivexti VERULEGA?

Þetta er ágætis lækkun, en alls ekki nóg. Á ekki að nota tímabilið með gjaldeyrishöftum til að koma stýrivöxtum niður í eðlilegt horf?


mbl.is Umtalsverð vaxtalækkun í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Michael Jackson til Íslands

Michael Jackson getur flutt til Íslands og tekið þátt í "show'inu" hér. Í fréttinni á mbl.is kemur fram að einhver vinur hans er að reyna ná 44 milljónum USD frá honum... pff... bara klink-skuld á íslenskum mælikvarða.

Þar sem Michael Jackson hefur verið í sýningabransanum í gegnum tíðina ætti hann að geta tekið að sér kynningarstörf fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur... var ekki í fréttum um daginn að það vantaði smá aðstoð þar? ;-)


mbl.is Enn fækkar vinum Jacksons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband