Ef þjóðin hafnar ESB aðild
7.5.2009 | 19:28
Vinstri grænir gera ráð fyrir því að þjóðin muni hafna aðild að Evrópusambandinu (orð formanns VG í fréttum í kvöld). Nú þurfa stjórnarflokkarnir að gefa út "plan B". Það er að segja ef "plan A = ESB aðild" klikkar.
Einnig eiga allir aðrir stjórnmálaflokkar að birta sínar áætlanir. Nauðsynlegt fyrir okkur kjósendur að vita hvað stjórnmálaflokkarnir vilja gera... stutt í næstu alþingiskosningar (ekki séns að þetta kjörtímabil endist í 4 ár) :P
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
AGS og stýrivextir
7.5.2009 | 14:28
Þegar samningurinn við AGS var undirritaður voru stýrivextir hækkaðir verulega.... af hverju er þá ekki hægt að LÆKKA stýrivexti VERULEGA?
Þetta er ágætis lækkun, en alls ekki nóg. Á ekki að nota tímabilið með gjaldeyrishöftum til að koma stýrivöxtum niður í eðlilegt horf?
![]() |
Umtalsverð vaxtalækkun í júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Michael Jackson til Íslands
7.5.2009 | 13:57
Michael Jackson getur flutt til Íslands og tekið þátt í "show'inu" hér. Í fréttinni á mbl.is kemur fram að einhver vinur hans er að reyna ná 44 milljónum USD frá honum... pff... bara klink-skuld á íslenskum mælikvarða.
Þar sem Michael Jackson hefur verið í sýningabransanum í gegnum tíðina ætti hann að geta tekið að sér kynningarstörf fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur... var ekki í fréttum um daginn að það vantaði smá aðstoð þar? ;-)
![]() |
Enn fækkar vinum Jacksons |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |