Muse 007

Mbl.is: "Liðsmenn bresku rokkhljómsveitarinnar Muse segjast vera tilbúnir til að semja lag fyrir næstu James Bond kvikmynd - ef kallið kemur."

Muse er frábær hljómsveit og ég er alveg viss um að ef þeir fengju verkefnið kæmi alveg magnað lag frá þeim. Ég get eiginlega ekki nefnt bara eitt uppáhalds lag með Muse, en mér finnst til dæmis Plug in baby og svo Butterflies & Hurricanes snilldar lög.

Eins og segir í fréttinni á mbl.is er kannski einnig tímabært að bresk hljómsveit verði með nýja Bond lagið. Síðasta breska hljómsveitin sem átti Bond-lag var Duran Duran árið 1985, þeir voru með "A view to a kill":


mbl.is Muse til í að semja Bond-lag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næst á dagskrá: skuldamál heimilanna!

Stjórnvöld vilja draga úr vægi verðtryggingar, sem er hið besta mál. En ríkisstjórnaflokkarnir hefðu heldur betur átt að ganga í þessa umræðu fyrr á árinu. Mig minnir nú að einhverjir (VG?) hafi slegið upp þeirri hugmynd að setja þak á verðtryggingu, alla vega tímabundið. Hvað varð af þeirri umræðu? Stjórnmálamenn okkar geta vel og lengi hugsað út leiðir til að draga úr vægi verðtryggingar en hvað gerum við ef gengið fellur aftur á þessum umhugsunartíma þeirra? Hvernig hjálpar það endurreisninni á Íslandi að heimilin taka á sig 20-30% hækkun á höfuðstól... aftur?!

Það þarf að koma stýrivöxtum niður og færa íslensku þjóðina yfir í óverðtryggð íslensk lán. Þá fyrst munu til dæmis þessir blessuðu stýrivextir virka. Þegar flestir voru komnir með erlend eða verðtryggð lán á föstum vöxtum skipti voða litlu fyrir fólk almennt hvaða ákvörðun seðlabankinn tók í vaxtamálum.

Verðtryggingin mun annars valda því að ungt fólk mun flýja þetta íslenska kerfi sem finnst hvergi annars staðar í heiminum. Samhliða endalausri hækkun á höfuðstól verður eignamyndun neikvæð á komandi árum líkt og nú. En loksins erum við komin að þessum dagskrárlið kreppunnar: skuldamál heimilanna!

Ekki seinna vænna!


mbl.is Ræða minnkað vægi verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband