Borgarastéttin veldur úrslitum
21.9.2009 | 21:39
Stærsta vandamálið á Íslandi í dag er ekki sá hópur skuldara sem nú þegar er gjaldþrota og mun þurfa á afskriftum að halda, heldur stóri hópurinn sem segist með naumindum ná endum saman um hver mánaðarmót. Guð hjálpi okkur ef sá hópur gefst upp. Ef sá dagur kemur munum við Íslendingar finna fyrir alvöru hruni. Hrunið 2008 verður eins og góðæri í samanburði.
Ég tel það óábyrgt af stjórnmálamönnum að skoða ekki leiðréttingu á gengis- og verðtryggðum lánum. Sérstaklega hafa þingmenn Samfylkingar staðið í afar einkennilegum málflutningi og hafnað blint svokölluðum "almennum aðgerðum". Stjórnmálamenn eiga að gæta hagsmuna okkar allra. Þeir hafa hins vegar dælt mörg hundruð milljörðum íslenskra króna inn í peningamarkaðssjóði, innlán voru tryggð að fullu o.s.frv. Margt hefur verið gert fyrir fjármagnseigendur.
Ég er ekki að segja að taka beri alla ábyrgð af skuldurum landsins, ekki halda að ég sé að biðja um eitthvað slíkt. Hins vegar snýst þetta bara um sanngirni. Að dreifa álaginu svo við endum ekki í öðru kerfishruni.
![]() |
Ná ekki endum saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afléttum leyndinni
21.9.2009 | 16:35
Það sem þarf að gera núna er að:
1) Aflétta leyndinni í Icesave málinu
2) Skipa nýja samninganefnd
3) Nýta betur tengslanet íslenskra almannatengslafyrirtækja (já, kaupa þjónustu þeirra frekar en að ríkið ráði til sín fleiri PR-starfsmenn. Enda er að finna í þessum fyrirtækjum hæfustu almannatengla Íslands)
....og kjósa okkur nýjan forseta sem fyrst!
![]() |
Hollendingar bjartsýnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þurfum nýjan forseta
21.9.2009 | 13:52
Verður Ólafur Ragnar Grímsson fulltrúi Íslands þegar bandarískir hagfræðingar koma saman á fund til að fjalla um reynslu Íslendinga, hina alþjóðlegu fjármálakreppu og hvað þurfi að gera til að koma í veg fyrir að svo alvarleg áföll og kreppur endurtaki sig í framtíðinni?
Á þetta að vera brandari?
Ég tek undir með Agnesi Bragadóttur: 1% forsetinn á að sjá sóma sinn í því að segja af sér embætti.
![]() |
Forsetahjónin í Bandaríkjaheimsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)